Leita í fréttum mbl.is

Ert þú algerlega búinn að missa þig Páll?

,,Veistu Palli! ég held að þú sért algerlega búinn að missa þig í allri umræðu um réttindi öryrkja ef umræðu skildi kalla" sagði ,,granni" þegar við hittumst fyrir tilviljun um helgina. Af hverju segir þú það? spurði ég. ,,ég var að lesa bloggið þitt þar sem þú talar um hvort ekki væri réttlætanlegt að tekjutengja laun maka Ráðherrana eins og gert er hjá öryrkjum". Já er það ekki bara sanngjarnt réttlætismál spurði ég?

Páll! ,,Þetta er ekki sambærilegt á neinn hátt þú getur ekki borið saman epli og appelsínur. Þú hlýtur að sjá að það væri gróft mannréttindabrot á fólki sem er á vinnumarkaðnum að skerða laun þess vegna tekna maka" sagði granni.  Mikið er ég nú ánægður að heyra þig segja þetta og þig grunar ekki hvað það gleður mig að vita til þess að þú sért mér sammála, sagði ég. Granni leit undrandi á mig og sagði ,,ég er ekki sammála þér! ég sagði að það væri mannréttindabrot ef laun mann væru skert vegna maka annað ekki sagði ég, sagði granni".

Þú ert sem sagt að meina að það er í lagi að brjóta mannréttindi á öryrkjum eins og gert er í dag?, sagði ég. og þér finnst þá að um leið og maður missir heilsuna og þarf að hætta vinna þá hafi hann misst rétt sinn til þess að vera metinn sem sjálfstæður einstaklingur? 

Aldrei þessu vant þá þagði Granni og stóð þögull eins og þvara, kannski var hann að hugsa næsta leik, hver veit? Fyrst hann þagði þá hélt ég áfram og sagði ,,hvenær finnst þér rétt tímasetning og taka sjálfsögð mannréttindi af mönnum? Er það við almennt örorkutap eða hvar vilt þú draga mörkin? Granni þagði enn - enn um leið og ég snérist á hæl og gekk af stað í burtu skaut ég því að honum ,,kannski við ættum að kippa mannréttindum af fólki eins og þér sem vill mismuna fólki eftir heilsufari þess". Öryrkjar ættu því að vera skyldaðir til þess að ganga um með skilti sem á stæði ,,einstaklingur án mannréttinda".

Ég var komin í talsverða fjarlægð frá granna, en ekkert heyrðist enn frá honum. Getur verið að hann fundið hjá sér skömm þegar hann datt ofan í Ragnars Reykás gírinn? Svei mér þá ég bara held það. Hins vegar væri gott ef þeir sem vinna við að setja lög og reglur um þennan þjóðfélagshóp sæji hlutina í öðru ljósi og áttuðu sig á því að réttur öryrkja er svo gróflega misboðið að í raun er hann nærri réttlaus með öllu.

Er þetta það þjóðfélag sem við búum í eins og við viljum hafa það? Erum við stolt af því að flokka fólk eftir heilsufari þess? Ég veit ekki með ykkur, en ég er stundum hugsi og velti því fyrir mér hvort á Ísland sé eins gott heilbrigðiskerfi og við viljum vera láta? Er Ísland eins dásamlegt og okkur er tjáð?

Málháttur dagsins: Oft er lágur sess hægur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen amen

Já þessir grannar geta verið ansi sniðugir :o)

Dagga (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góður ! Einstaklingur án mannréttinda. Hí hí

Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband