Leita í fréttum mbl.is

Sætur sigur.

Í kvöld tóku mínir menn í Manchester City á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni. Skemmst er frá því að segja að City fór með 1-0 sigur af hólmi með marki frá Stephen Ireland og sjöundi heimasiður liðsins í röð að veruleika. Liðið er því á ný komið í þriðja sæti úrvalsdeildar með 25 stig einungis tveimur stigum frá toppliðunum. Svenni og félagar greinilega í góðum gír.

Í gær brá ég mér á völlinn þ.e. körfuboltavöllinn og horfði á leik Þórs og Tindastóls í 1. deild kvenna. Stelpurnar sem fengu nýjan þjálfara í upphafi tímabils virðast vera í góðum gír. Þær lögðu stöllur sínar frá Sauðárkrók með 52-41. Greinilegt að Bjarki Ármann Oddsson hinn nýi þjálfari þeirra er á réttri leið með þetta unga og efnilega lið.

Veðurfarið þessa daganna hér er afar skrautlegt svo ekki sé nú meira sagt. Það rignir eina stundina, snjóar hina, hitinn fer niður í - 8 gráður og fírar svo upp í annað eins í +. Kannski ekki allt sama daginn en næstu því. Greinilegt að veðurguðirnir eru eitthvað að ruglast í ríminu.

Málsháttur dagsins: Meira varðar um samviskuna en mannorðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband