21.10.2007 | 23:12
Flottur Kimí og áfram Manchester City.
Góð helgi að baki. Manchester City landaði enn einum sigrinum í gær á heimavelli gegn Birmingham og eru nú enn sem fyrr í 3. sæti úrvalsdeildar. Flottir.
Opið hús í Hamri í gær þar sem við í Þór kynntum körfu- handbolta og Taekwondo deildir félagsins. Skemmtilegur dagur í alla staði. Því miður varð sameinað lið Þórs og KA í handbolta sem heitir Akureyri - Handboltafélag að sætta sig við enn eitt tapið og nú geng Stjörnunni.
Í dag toppuðu svo Ferrari menn ágæta íþróttahelgi með því að sigra í Formúli 1 keppninni í ár. Allt stefndi þó í sigur Hamilton en Kimi karlinn kom ískaldur og staujaði mótið á lokasprettinum, flottur þessi ísmaður.
Þá komu ellismellirnir heim í gær eftir þriggja vikna leti líf á sólarströnd. Trúlegt má telja að þau þurfi nokkurrra daga aðlögun til að venjast hitanum á landinu bláa.
Fróðleikur dagsins: Páll páfi IV, sem kjörinn var 23. maí 1555, varð æfareiður þegar hann sá myndir af nöktu fólki í lofti Sistínsku kapellunnar og krafði Micelangelo um að mála á það föt.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú, sá finnski sigraði þetta mót en skv. fréttum í gærkvöldi er heimsmeistaratitillinn ekki alveg fastur í hendi. Ef BMW og Williams hafa notað piprað bensín og árangur mótsins verður tekinn af þeim er Hamilton í fjórða sæti - semsagt heimsmeistari, og Kimi Raikkonen er þá staddur á ísjaka langt norður í höfum.........
Ljóta andsk. vitleysan allt saman!
Hakan á Alonso nær nú niður á geirvörtur!
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 07:35
Gunnar minn! kærur, meint svindl og annað miður skemmtilegt hefur sett svip sinn á formúluna í ár því miður. Mér sýnist á öllu að ef fram heldur sem horfir þá sé bara besta að klára þessa formúlu bara í Play Station.
e.s. leit mín heldur áfram varðandi furðuverkið á Hjalteyri.
Páll Jóhannesson, 22.10.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.