Leita í fréttum mbl.is

Flottur Kimí og áfram Manchester City.

Góð helgi að baki. Manchester City landaði enn einum sigrinum í gær á heimavelli gegn Birmingham og eru nú enn sem fyrr í 3. sæti úrvalsdeildar. Flottir.

Opið hús í Hamri í gær þar sem við í Þór kynntum körfu- handbolta og Taekwondo deildir félagsins. Skemmtilegur dagur í alla staði. Því miður varð sameinað lið Þórs og KA í handbolta sem heitir Akureyri - Handboltafélag að sætta sig við enn eitt tapið og nú geng Stjörnunni.

Í dag toppuðu svo Ferrari menn ágæta íþróttahelgi með því að sigra í Formúli 1 keppninni í ár. Allt stefndi þó í sigur Hamilton en Kimi karlinn kom ískaldur og staujaði mótið á lokasprettinum, flottur þessi ísmaður.

Þá komu ellismellirnir heim í gær eftir þriggja vikna leti líf á sólarströnd. Trúlegt má telja að þau þurfi nokkurrra daga aðlögun til að venjast hitanum á landinu bláa.

Fróðleikur dagsins: Páll páfi IV, sem kjörinn var 23. maí 1555, varð æfareiður þegar hann sá myndir af nöktu fólki í lofti Sistínsku kapellunnar og krafði Micelangelo um að mála á það föt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, sá finnski sigraði þetta mót en skv. fréttum í gærkvöldi er heimsmeistaratitillinn ekki alveg fastur í hendi. Ef BMW og Williams hafa notað piprað bensín og árangur mótsins verður tekinn af þeim er Hamilton í fjórða sæti - semsagt heimsmeistari, og Kimi Raikkonen er þá staddur á ísjaka langt norður í höfum.........

Ljóta andsk. vitleysan allt saman!

Hakan á Alonso nær nú niður á geirvörtur!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 07:35

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gunnar minn! kærur, meint svindl og annað miður skemmtilegt hefur sett svip sinn á formúluna í ár því miður. Mér sýnist á öllu að ef fram heldur sem horfir þá sé bara besta að klára þessa formúlu bara í Play Station.

e.s. leit mín heldur áfram varðandi furðuverkið á Hjalteyri.

Páll Jóhannesson, 22.10.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband