Leita í fréttum mbl.is

Klúðrið sem skekur sjálfstæðismenn

Áróðurs maskína Sjálfstæðisflokksins ,,Staksteinar" er vöknuð til lífsins. Nú hamast þeir eins og hani í mannask... við að rægja niður menn og málefni. Þeim er afar lagið við að snúa hlutunum á hvolf og lesa milli lína og láta pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins illa út. Því miður tekst þessari áróðurs maskínu að þyrla upp ryki í augu fólks, því miður. En sem betur fer er líka til fólk sem ekki lætur blekkjast, það veit betur. Nýjasta dæmi þeirra birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar taka þeir forstjóra Geysis Green Energy á beinið. Sá maður fær á baukinn svo rækilega. Þeir klikka svo út með að draga Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra niður í svaðið um leið og segja hann helzta stuðningsmann þess að afhenda einka- rekstrarmönnum alla þekkingu Orkuveitu Reykjavíkur.

Klúðrið og vandræðagangur sem skekur Sjálfstæðisflokkinn, Orkuveitu Reykjavíkur og allan vandræðaganginn þar á bæ, er engum nema Sjálfstæðisflokknum að kenna. Hverjir sátu við stjórn þegar klúðrið var upplýst? Hvaða menn sátu við völd og komu þessari sameiningu á fót? hvaða menn sátu við völd og ætluðu að afhenda einkaaðilum alla þessa þekkingu á silfurfati? Af hverju vildu sjálfstæðismenn skyndilega selja OR strax eftir að hafa framselt vísvitandi þekkinguna á silfurfati til einkaaðila? var það ekki af því að þáverandi minnihluti komst á snoðir um spillinguna sem sjálfstæðismenn voru að bralla? Fyndnast af öllu er að þeir skuli ætla hengja Björn Inga einan fyrir allt þetta klúður. Björn Ingi var eini fulltrúi framsóknarmanna í borgarstjórn, hvar voru sjálfstæðismennirnir sem voru jú 7 talsins? Kannski áróðurs maskína sjálfstæðisflokksins ,,Staksteinar" ættu kannski að líta í eigin barm og upplýsa lýðinn um vinnubrögð sinna manna? þá kæmi örugglega í ljós að ástæða þess að samstarf sjálfstæðis- og framsóknar sprakk ekki vegna óheilinda Björns Inga heldur vegna þess að upp komst um spillingaraðferðir sjálfstæðisflokksins.

Málsháttur dagsins tileinka ég Staksteinum: Oft er sekur varinn en saklaus barinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband