20.10.2007 | 13:34
Klúðrið sem skekur sjálfstæðismenn
Áróðurs maskína Sjálfstæðisflokksins ,,Staksteinar" er vöknuð til lífsins. Nú hamast þeir eins og hani í mannask... við að rægja niður menn og málefni. Þeim er afar lagið við að snúa hlutunum á hvolf og lesa milli lína og láta pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins illa út. Því miður tekst þessari áróðurs maskínu að þyrla upp ryki í augu fólks, því miður. En sem betur fer er líka til fólk sem ekki lætur blekkjast, það veit betur. Nýjasta dæmi þeirra birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar taka þeir forstjóra Geysis Green Energy á beinið. Sá maður fær á baukinn svo rækilega. Þeir klikka svo út með að draga Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra niður í svaðið um leið og segja hann helzta stuðningsmann þess að afhenda einka- rekstrarmönnum alla þekkingu Orkuveitu Reykjavíkur.
Klúðrið og vandræðagangur sem skekur Sjálfstæðisflokkinn, Orkuveitu Reykjavíkur og allan vandræðaganginn þar á bæ, er engum nema Sjálfstæðisflokknum að kenna. Hverjir sátu við stjórn þegar klúðrið var upplýst? Hvaða menn sátu við völd og komu þessari sameiningu á fót? hvaða menn sátu við völd og ætluðu að afhenda einkaaðilum alla þessa þekkingu á silfurfati? Af hverju vildu sjálfstæðismenn skyndilega selja OR strax eftir að hafa framselt vísvitandi þekkinguna á silfurfati til einkaaðila? var það ekki af því að þáverandi minnihluti komst á snoðir um spillinguna sem sjálfstæðismenn voru að bralla? Fyndnast af öllu er að þeir skuli ætla hengja Björn Inga einan fyrir allt þetta klúður. Björn Ingi var eini fulltrúi framsóknarmanna í borgarstjórn, hvar voru sjálfstæðismennirnir sem voru jú 7 talsins? Kannski áróðurs maskína sjálfstæðisflokksins ,,Staksteinar" ættu kannski að líta í eigin barm og upplýsa lýðinn um vinnubrögð sinna manna? þá kæmi örugglega í ljós að ástæða þess að samstarf sjálfstæðis- og framsóknar sprakk ekki vegna óheilinda Björns Inga heldur vegna þess að upp komst um spillingaraðferðir sjálfstæðisflokksins.
Málsháttur dagsins tileinka ég Staksteinum: Oft er sekur varinn en saklaus barinn.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.