18.10.2007 | 12:55
Stórleikur í kvöld allir á völlinn!
Óhætt að segja að það hafi verið fljúgandi hálka á götum bæjarins í morgun. Þess vegna hafði ég ÖRLITLAR áhyggjur af Sædísi - hún var á leið í verklega bílprófið. Skemmst er frá því að segja að hún flaug í gegnum prófið villulaust og með glans. Ég átti í raun ekki von á öðru enda með eindæmum klár stelpa. Til hamingju með þetta Sædís mín.
Skora á alla sem hafa tök á að mæta í íþróttahús Síðuskóla í kvöld kl. 19:15 og sjá úrvalsdeildaleik Þórs og Njarðvíkur. Þór vann fyrsta leik vetrarins á heimavelli fyrir viku síðan gegn bikarmeisturum ÍR. Vonandi ná þeir að fylgja því eftir í kvöld. Þá er gaman að geta þess að Óðinn Ásgeirsson leikmaður Þórs var að mati flestra besti leikmaður fyrstu umferðarinnar, vonandi nær hann að fylgja þessari góðu byrjun eftir í kvöld og svo það sem eftir lifið vetrar.
Málsháttur dagsins: Sá sem rétt gerir hefur rólega samvisku.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 190696
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ og til hamingju með dótturina já hún er klár stelpan er þetta ekki bara í ættinni? Jæja veit að þú hvattir þína menn duglega gengur betur næst hjá þeim og vonandi okkar mönnum líka. Alla vega sigraði annað liðið sem ég held með og hvet. Bið að heilsa í bæinn. Kveðja Suðurnesjamenn. Áfram UMFN
Hrönn Jóhannesdóttir, 18.10.2007 kl. 23:20
Til hamingju með nýja bílstjóran
Anna Bogga (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 00:36
Já satt er það þessi kláru gen liggja þú veist hvar
Svo þetta með leikinn - þetta kemur næst
Páll Jóhannesson, 19.10.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.