Leita í fréttum mbl.is

Þessi Villi......

Sat eins og límdur fyrir framan sjónvarpið og fylgdist með því þegar friðarsúlan hennar Yoko Ono var tendruð í Viðey. Niðurstaðan er klárlega vonbrigði. Velti fyrir mér ,,af hverju?". Þrennt í stöðunni; Væntingastuðullinn hjá mér of hár, Svona getur ekki skilað sér í gegnum sjónvarp, eða að fíni Samsung flatskjárinn er einfaldlega ekki nægilega góður. Sé Samsung ástæðan þá verð ég að taka  tengdasoninn og fara með hann í heimsókn í Radíónaust og ég tala yfir hausmótunum á þeim öllum.

Get ekki annað en hlegið að vandræðaganginum í Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur. Menn með lolla í buxunum, ég hef aldrei séð þennan lista, nei ég meina ég hef séð hann en ekki lesið, nei ég meina ég hef heyrt um hann veit hann er til en ég vil ekki sjá hann, nei ég meina, ég vil sjá hann, en fæ ekki og þeir segja mér að ég hafi hugsanlega ekki átt að sjá hann eða......... Þvílík endemis vitleysa hjá þessu liði. Með grátstafi í kverkum segja þeir upp í opið geðið á þjóðinni ,,nei, nei hér er allt í fínu standi ég ætlaði hvort sem er að ....... Staksteinar Moggans rembast svo við eins og rjúpan við staurinn að moka skít yfir t.d. Samfylkinguna, VG eins og klúðrið sé þeim á einhvern hátt að kenna. Niðurstaða mín er þessi - þetta eru heimsins mestu lúserar og þeir vita það sjálfir, Villi þessi sem þykist vera svo góður..... ómægod.

Nú styttist eins og óðfluga að körfuboltavertíðin fari af stað. Úrvalsdeildin hefst n.k. fimmtudag og þá munu mínir menn í Þór leika fyrsta leikinn hér á heimavelli gegn bikarmeisturum ÍR. Ég hlakka til  og svo mikið er víst að ég á eftir að skrifa talsvert mikið um þessa skemmtilegu íþrótt í vetur. Ekki bara hér á blogginu heldur einnig á www.thorsport.is. Þar munum við feðgar skrifa mikið um leikina og upphitunarpistla, um að gera fyrir ykkur að kíkja þar inn líka.

Fróðleikur dagsins: Viljirðu vera meistari,, tekurðu eina lotu enn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er "gamli góði Villi" eftir allt saman bara "gamli" en ekki "góði". Þetta er skelfilega klaufalegt mál allt saman, og spurning hvað þeir félagar þurfa að þvæla og þæfa það lengi áður en þjóðin fær leið og snýr sér að öðru. Þá er líka leiðin greið fyrir næsta einkavinahóp.

Þessi friðarsúla var lýsandi í nokkra daga fyrir skömmu. Þá var væntanlega verið að stilla fókusinn, en maður var semsagt búinn að sjá þetta áður. Samt sem áður er þetta merkisatburður eins og flestir þeir listviðburðir sem tengjast hálfrugluðu fólki yfirleitt. (Ætli Kjarval hefði orðið svona frægur ef hann hefði verið "normal? )

Hvað ætli Freud gamli hefði annars sagt um súluna???

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Jóhann Jónsson

Ekkert að sjónvarpinu það færi ekki að klikka enda gæða Samsung skjár.  Samsung klikkar ekki!

Spurning hvort að við Akureyringar hlaupum ekki undir bagga með Villa og kaupum REI og setjum það inn með RES þannig að við getum unnið með GGE.  Þetta er nú ljóta vitleysan allt saman.  Sá sem stendur upp úr þessu öllu er Dagur B. Eggerts og virðist vera sá eini sem getur talað af einhverju viti.

Jóhann Jónsson, 10.10.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta með Villa góða - kannski hef ég eitthvað verið að misskilja þetta á kannski að vera Villi gróði

Páll Jóhannesson, 10.10.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband