Leita í fréttum mbl.is

Fagrar rósir fölna aldrei.

Sædís ÓlöfÞennan dag árið 1990 leit þessi elska dagsins ljós fyrsta sinn. Hún er þriðja og yngsta barn okkar hjóna. Hún ber millinafnið Ólöf föðurömmu sinni til heiðurs. Þá er Ólafar nafnið einnig frá móðursystir og langlang ömmu í móðurætt, svo að þetta er afar vel við hæfi. Nafnið Sædís var valið bara af því að þessi tvö nöfn hljóma svo vel saman og einstaklega falleg.

Sædís er eins og systkini hennar algjör augasteinn foreldra sinna sem og allra þeirra sem þekkja og umgangast. Dagurinn hjá henni var ósköp hefðbundinn þrátt fyrir þá staðreynd að hún eigi afmæli. Skóli, söngæfing og fleira sem fylgir mánudögum átti sinn sess í dag hjá henni. En Sædís hélt í gær upp á daginn í gær og var býsna mannmargt í Drekagilinu þar sem fólk gæddi sér á kræsingum þeim sem frúin á heimilinu töfraði fram eins og henni einni er lagið, og fáir leika eftir.

Málsháttur við hæfi: Það eru fagrar rósir sem fölna aldrei

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með dóttur þína já og frænku mína!

Anna Bogga (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Takk frænka! þær eru jú báðar augasteinar

Páll Jóhannesson, 9.10.2007 kl. 14:04

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ og til hamingju með Sædísi var reyndar búin að óska þér til hamingju á annari færslu en bara skilaðu kveðju til hennar frá okkur öllum. Þetta með Buch skal ég athuga verð reyndar að kaupa mér þá skæri úti má ekki taka þau með mér að heiman hehe. Kveðja Suðurnesjamenn

Hrönn Jóhannesdóttir, 9.10.2007 kl. 17:06

4 identicon

Hjartanlega til hamingju með dömuna, Páll. Það hefur ekki verið langt á milli okkar þarna, Áróra mín er fædd 08.08.´90 og því nýorðin 17 ára. Þess vegna fékk hún bílinn og nú stundum við æfingaakstur eftir því sem færi gefast. Við gömlu höfum dregið lappirnar í þessum ökunámsmálum því okkur finnst "barnið" eiginlega engan aldur hafa til þess arna. Hún verður því gengin vel á átjánda árið þegar hún fær prófið. (svona með sjálfum mér er ég að vona að það verði farið að vora þegar það gerist - og hálkan farin)

Kveðja að sunnan. GTh.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband