Leita í fréttum mbl.is

Bikarinn kom heim

RakelHonnuÉg lét mig dreyma um að bikarinn í 2. flokki kvenna þ.e.a.s. bikarmeistaratitilill kæmi í hús í dag. Ljúft er að láta sig dreyma. En enn ljúfara þegar draumarnir rætast. Stelpurnar í Þór/KA unnu 4-1 sannfærandi sigur á KR í úrslitaleik í dag. Rakel Hönnudóttir fór á kostum í dag og skoraði þrennu og Freydís Anna Jónsdóttir skoraði eitt mark. Set til gamans mynd af Rakel Hönnudóttir með þessari frétt, myndin er tekin af Þóri Tryggvasyni. Frábært knattspyrnusumar að enda komið. Þór hefur landað nokkrum sætum titlum í sumar þ.a.m. bikarmeistarar 2.fl. karla og kvenna og 3. flokki karla sem og Íslandsmeistarar í 5. flokki kvenna svo dæmi sé tekið. Til hamingju stelpur, þjáflara og aðstandendur.

Mínir menn í Manchester City sáu til þess að draumur minn um sigur í dag yrði að veruleika. Þeir unnu sannfærandi sigur á Middlesbro 3-1. Sem sagt góður dagur.

Málsháttur dagsins: Þeim er frama von sem fer á milli kónga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Sæll stóri bró. Innilega til hamingju með Sædísi. Hún keyrir nátturulega pabba gamla svo hann geti hvílt sig hehe. Annars er henni alveg óhætt að keyra um götur bæjarins verð ekki þarna á ferð á næstunni til að vera á vegi hennar. Eigið góðan dag. Kveðja frá litlu systir á Suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 8.10.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband