5.10.2007 | 17:33
Ótrúlegur leiksigur
Lesa mátti í Akureyrardálki Morgunblaðsins að haft sé eftir bankastarfsmanni á Akureyri að maður á sjötugs aldri hafi komið og lagt inn 105 milljónir sem hann fékk í Víkingalottó. Verð að játa að þetta er ferlega fyndið í ljósi þess að stórir vinningar séu ekki greiddir út fyrr en mánuði eftir á. Kannski þessi bankastarfsmaður hafi eitthvað ruglast því ég lánaði vini mínum þessa upphæð í vikunni, vissi reyndar ekki hvað hann ætlaði að gera við peninginn. En hann endurgreiddi þetta aftur í dag Já það gerist svo margt skrítið á Akureyri.
Búinn að horfa fram og aftur á myndbandið þar sem áhorfandi misþyrmir markmanni AC-Milan í leik um daginn þegar hann hljóp inn á völlinn og klappaði markmanninum á kinnina. Vesalings maðurinn var settur í ævilagt bann fyrir uppátækið. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað verður gert við þennan markmanns aumingja? annað hvort verðlaunum við manninn fyrir óaðfinnanlega leiksigur og sendum hann til Hollywood, eða setjum hann í jafnlangt keppnisbann og áhorfandinn fékk.
Skrapp í tvær afmælisveislur í gær hjá vinukonum okkar. Þegar maður loksins kom sér heim þegar klukkan var nærri miðnætti hafði maður etið og drukkuð kaffi í miklu magni og leit út eins og úttroðin kalkúni.
Nú hafa sjálfstæðis- og framsóknarmenn sýnt sitt rétta andlit. Hvar og hjá hverjum geta slíkar uppákomur eins og gerðist við samrunann fræga sem öll þjóðin talar um núna. Þar sem menn hafa matað krókinn hver hjá öðrum líkt og gerist í reykfylltum bakherbergjum í bíómyndum á borð við Guðfaðirinn. Villi góði er góður við sýna þegar kemur að því að deila út peningum og bitlingum, nema hvað? menn verða jú að eiga í sig og á. Góður þessi Villi góði.
Málsháttur dagsins: Slæm vara má víða fara og lengi liggja248 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrælgóður pistill hjá þér, sérstaklega niðurlagið og svo er byrjunin meinfyndin. Góða helgi Páll minn og hafðu það gott með famiíunni.
Edda Agnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 22:17
Takk og hafðu það gott sjálf kv frá Akureyri þar sem svo margt skrítið gerist.
Páll Jóhannesson, 6.10.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.