4.10.2007 | 12:59
Bæjarstjóri tekur í lurkinn á ungliðum.
Jæja þá er búið að finna orsökina fyrir öllum ólátunum í miðborg Reykjavíkur um helgar. Veitingamaðurinn Kormákur Geirharðsson hefur ítrekað gefið í skyn að reykingabannið vegi þar afar þungt. Þetta er afar fróðlegt svo ekki sé nú meira sagt. Því ef svo er þá eru það reykingamenn sem eru með óspektir í miðborginni um helgar. Það einfaldar málið því nú er bara banna reykingafólk í miðborginni og málið dautt.
Sif Friðleifsdóttir sem nú er í stjórnarandstöðu á Alþingi er búin að æsa Morgunblaðsmenn upp og fær það óþvegið í staksteinum í dag. Ekki oft sem ég er sammála Staksteinum en skrif þeirra í dag hitta Sif hina fögru beint. Kannski hún hefði átt að hugsa aðeins áður en hún réðist að moggamönnum?
Og meir af framsóknarmönnum. Guðni Ágústsson heldur áfram að skjóta sig í fæturna með heimskulegum athugasemdum um stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann er greinilega enn vitlausari en hann lítur út fyrir að vera. Þetta hlýtur að enda með því að hann fari að ganga haltur, eftir öll þau voðaskot sem hann framkvæmir æ oní æ.
Ungliðar í sjálfstæðisfélaginu Verði á Akureyri létu frá sér fara afar vanhugsaða ályktun á dögunum þegar þeim fannst fram hjá sér gengið þegar þeir skipuðu Þóru Ákadóttir í nefnd sem skyndilega varð laust. Það hefðu þeir kannski ekki átt að gera eða í það minnst vanda sig við hver staða þeirra sjálfra er. Sigrún Björk Jakobsdóttir tók sig nefnilega til og rassskellti ungliðana í skrifum í Morgunblaðinu í dag. Sigrún svarar þeim fullum hálsi og gott betur. Fróðlegt verður að vita hvort ungliðarnir hafi kjark og þor til þess að svara foringjanum eða hvort þeir verða á næstunni eins og lúbarðir rakkar?
Og að lokum til að fyrirbyggja allan misskilning þá var það ekki ég sem datt í Lottó lukkupottinn í gær - guði sé lof.
Málsháttur dagsins er tileinkaður ungum sjálfstæðismönnum á Akureyri og framsóknarmönnum almennt: Betra er fávisku að fela en út að ausa.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður! Svo bæti ég um betur og set þennan til viðbótar fyrir Framsókn og sjallana þína:
Alvilltur lætur fremur leiðréttast en hálfvilltur.
Edda Agnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 15:54
Takk Edda! þennan geymi ég
Páll Jóhannesson, 4.10.2007 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.