Leita í fréttum mbl.is

Guðni Ágústsson keyrði út af...

það er tvennt í stöðunni nú, annað hvort er maðurinn að grínast eða þá að hann er jafn vitlaus og hann lítur út fyrir að vera, sem ég tel þó sennilegast. Þetta er maðurinn, sem hló manna hæst og gerði lítið úr athugasemdum stjórnarandstöðuflokkana á síðasta kjörtímabili þegar þeir vöruðu við ofþenslu og klikkaða stefnu Seðlabankans. Þetta er maðurinn sem sagði þjóðinni að taka ekki mark á hræðslu áróðri stjórnarandstöðuflokkana. Þetta er maðurinn sem sagði ,,hvað er svona slæmt við hagvöxtinn í landinu?, hér er ekki atvinnuleysi er það nú allt í einu slæmt?, kaupmáttaraukning hér er meiri en þekkist í nokkru öðru vestrænu ríki er það nú orðið slæmt? hér drýpur smjör af hverju strái af hverju sér ekki stjórnarandstaðan það?  

Er nema von að maður spyrji sig eftirfarandi spurninga; hverjum er það að kenna að hér á landi eru hærri vextir en þekkist á nokkru byggðu bóli? Hverjum er það að kenna að stjórnvöld urðu að grípa til þeirra neyðarráðstafana að skerða þorskvótann sem raunin er á? Hverjum er að kenna sú ofþensla sem hefur verið á hagkerfinu hér á landi seinustu ár? Hvað varð þess valdandi að Guðni Ágústsson vogar sér nú að ata Davíð Oddsson aur eftir að hafa varið allar hans vafasömu aðgerðir fyrst sem þingmanns- og ráðherra og nú síðast sem Seðlabankastjóra? Hefur eitthvað breyst skyndilega í vinnubrögðum Davíðs?

Kannski Guðni Ágústsson þingmaður sem verið hefur í felum undanfarnar vikur ætti að fara aftur í felur, vegna þjóðarhagsmunar. Hefur Guðni Ágústsson gleymt því hvaða stjórnmálaflokkar hafa setið við völd undanfarin ár? Veit ekki Guðni að hann og hans flokkur ber einna mestu ábyrgð á því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu nú? Gerir Guðni sér ekki grein fyrir því að hans flokkur hefur aldrei, þá meina ég aldrei tekið mark t.d. á ráðleggingum fiskifræðinga um hvað skuli veiða af þorski við Íslandsstrendur?  áttar hann sig ekki á því að vegna skeytingaleysi stjórnvalda (sem hans flokkur sat við völd) á mestan þátt í því að nú varð að grípa til þess úrræðis að skerða þorskveiðar með þeim hörmulegu afleyðingum sem lýðnum er ljós? Opni Guðni augun eitt einast augnablik þá sæi maðurinn strax að hann á stórann þátt í þessum vonda ástandi sem stjórnvöld nú glíma við.

Málflutningur Guðna er svo dapurlegur að hann minnir einna helst á mann sem viljandi keyrir út í skurð á fleygi ferð til þess eins að komast í fréttirnar.

Fróðleikur dagsins er tileinkaður Guðna Ágústssyni: Mörg viturleg orð eru sögð í gamni. Því miður er miklu meira um það, að heimskuleg orð séu sögð í fullri alvöru.
mbl.is Guðni Ágústsson varar við þenslu í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tek heilshugar undir þessa færslu hjá þér, maður bara veit ekki hvaðan á mann stendur veðrið, halda þessir menn að maður sé með gullfiskaminni eins og þeir og gleymi öllu sem sagt hefur verið, bara við það eitt að ganga fyrir horn???

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: justme

Sammála

justme, 2.10.2007 kl. 22:23

3 identicon

Æ eymingja Framsóknarmennirnir!

Anna Bogga (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband