Leita í fréttum mbl.is

Ef þeir hefðu nú manndóm í sér til að.....

mún1Í seinustu bloggfærslu hellti ég úr skálum reiðar minnar varðandi stöðu þess fyrirtækis sem eitt sinn hét ÚA og nú Brim. Gremja mín beindist gegn fyrrum bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar sem seldu fyrirtækið, sem og núverandi eiganda.

Því miður er þetta fráleitt eindæmi. Ég hafði vart lokið við bloggfærsluna þegar fréttir bárust af því að forráðamenn HB-Granda drógu til baka þær fyrirætlanir þeirra að flytja hluta fyrirtækisins upp á Skaga. Það hefði jú verið sómi af því Skaginn er jú vagga hluta þess fyrirtækis. En því miður fyrir Skagamenn þá upplífa þeir nú rétt eins og við Akureyringar að þessum sægreifum er nokk sama, þeirra er mátturinn og ....... Myndin hér með þessari færslu lýsir þeirra hugsunargangi til fólksins. Því miður er þetta fráleitt eins og fyrr segir eindæmi og eigum við eftir að sjá eitthvað meir þessu keimlíkt á næstu misserum. Og þetta er þeim mögulegt þar sem þeir geta farið með og ráðstafað fisknum óveiddum í sjónum, auðlind sem þjóðin á en hefur ekki lengur yfirráðarétt yfir.

Körfuboltamót Þórs og Greifans stendur sem hæst og hófst með pompi og prakt á föstudagskvöld. Þórsliðið hefur þurft að leika allt mótið án sinna erlendu leikmanna vegna meiðsla. Gengið samt gott og öllum öðrum leikmönnum gefið tækifæri á að sína sig og sanna, enda um æfingamót að ræða. Vesturlandsliðin Snæfell og Skallagrímur leika til úrslita.

Þá tók Þórsliðið í fótbolta á móti Leikni í gær og varð 1-1 jafntefli niðurstaðan í frekar leiðinlegum leik sem fram fór í skítakulda og trekk. Leiðinda atvik setti leiðinlegan blett á leikinn þegar slakir dómarar létu einn leikmann Leiknis blekkja sig þegar hann lét sig falla í teignum með þeim afleiðingum að markvörður Þórs var rekin af velli. Var umræddur leikmaður að leika og lét líta út fyrir að markvörðurinn hafi hrint sér í jörðina. Hefði átt að veita honum óskarinn að launum fyrir flottan látbragsleik. En svona á ekki að sjást inná vellinum.

Ekkert smá grobbinn.Mun planta mér niður fyrir framan sjónvarpið í dag og fylgjast með mínum mönnum í Manchester City þar sem þeir fá Aston Villa í heimsókn á City og Manchester Stadium. Villa menn verið á mikilli siglingu og unnið tvo seinustu leiki sína á sama tíma og City menn töpuðu tveimur seinustu leikjum sínum. Með hverjum sigurleiknum sem líður styttist í tapleik og á sama tíma þá styttist í sigur með hverjum tapleiknum, því vænti ég þess að City menn landi sigri í dag.

Ekki ósennilegt að maður gjói með öðru auganu á formúlu keppnina í dag í von um að rauðu Ferrari fákarnir komi sterkir til leiks og hleypi einhverri spennu í keppnina, þ.e.a.s. keppni ökumanna. En heldur hefur nú áhuginn á þessari íþrótt dalað á seinustu misserum, enda vantar aðalmanninn. Einhvern veginn er það svo að það mun taka langann tíma fyrir fólk að venjast lífinu í formúlunni eftir Schumacher. Má líkja þessu við það þegar kóngurinn sjálfur Jordan hætti í körfuboltanum, menn bíða og bíða eftir því að einhver nái að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana.

Fróðleikur dagsins: Kasmírull kemur af geitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já vinur minn ég ætlar líka horfa á þennan leik

og MANCHESTER united unnur í gær

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 16.9.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Gunnlaugur! nú er gaman í Manchester borg City með sigur í dag og komnir í 2. sætið nú.

Áfram Þór og Manchester City

Páll Jóhannesson, 16.9.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband