Leita í fréttum mbl.is

,,Étið það sem úti frýs"

Þegar UA var selt á sínum tíma fékk ég hnút í magann, ég óttaðist að það gæti verið fyrsta skrefið að endalokum þess öfluga fyrirtækis. Ég óttaðist að í fyllingu tímans hyrfi fyrirtækið héðan frá Akureyri endanlega með breyttu eignarhaldi.

Hnúturinn sem ég hafði haft jókst verulega þegar ákveðið var að selja fyrirtækið í hendur núverandi eiganda. Gremja mín var enn meiri þar sem í boði var að heimamenn gætu eignast fyrirtækið, menn sem hefðu tilfinningar til fyrirtækisins og heimabyggðarinnar. Við þá var sagt ,,étið það sem út frýs" eða álíka.

Skipin hafa smá saman skipt um heimhöfn og nú er svo komið að skipsnöfnin sem enduðu á ,,bakur" er eitthvað sem unga kynslóðin þekkir ekki nema af afspurn og eða með því að fletta sögubókum.

Þær sögur ganga fjöllunum hærra að nú sé landvinnsla Brims á leið út úr bænum. Ef svo er hvað er þá eftir af þessu fyrirtæki? ekkert. Forráðamenn Brims hafa hvorki játað né neitað því að svo sé, af hverju? Það skelfir mig, mikið. Ef svarið væri að landvinnslan væri ekki á leið út úr bænum af hverju væru þeir að draga það að tilkynna okkur það? Ég óttast því miður að þögnin og drátturinn á svari boði slæm tíðindi fyrir okkur Akureyringa.

Verði þetta niðurstaðan mun ég ekki áfellast núverandi eigendur, bara alls ekki. Þetta er jú þeirra stefna að ég hef ávallt talið og hef nefnilega haft þessa tilfinningu allan tímann. En þeir bæjarfulltrúar sem þá stjórnuðu bænum og tóku þá afdrifaríku ákvörðun að selja (GEFA) fyrirtækið, þeirra  er sökin. Þeir hafa ekki úr háum söðli að detta, en upp úr djúpri holu að skríða.

Ég vona og el þá von í brjósti mér að ég hafi svo ofboðslega mikið rangt fyrir mér varðandi framtíð landvinnslunnar hér á Akureyri og mér væri það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þeim hluta gremju minnar ef ég reynist hafa rangt fyrir mér.

Að öðru, sem er mikið skemmtilegra. Í gær spilaði úrvalsdeildarlið Þórs/KA kvenna sinn seinasta heimaleik í knattspyrnuleik í deildinni hér í sumar. Þar þurfti liðið að ná jafntefli til að tryggja sér áframhaldandi tilverurétt í efstu deild kvenna. Þær mættu liði ÍR og létu sér ekkert jafntefli duga heldur unnu sannfærandi 5-1 sigur og gulltryggðu sæti sitt í deild þeirra bestu, til hamingju stelpur. Greinilegt að þeir Dragan Stojanovic og Siguróli (Moli) Kristjánsson eru að gera fína hluti en þeir eru þjálfara þessa liðs.

Í kvöld hefst svo Greifamótið í körfubolta þar sem 8 lið taka þátt í þ.a.m. Íslandsmeistara KR. Þarna mæta að auki heimamanna í úrvalsdeildarliði Þórs,  Tindastóll, Skallagrímur, KR, Snæfell og Fjölnir, 1. deildarliðin Valur og Breiðablik. Mótið hefst í kvöld kl.19:00 með leik Þórs og Skallagríms og verður sá leikur í íþróttahúsi Síðuskóla. Leikið verður í tveimur riðlum A-riðill í Höllinni í þeim eru; Snæfell, Tindastóll, Breiðablik og KR B- riðill: Skallagrímur, Þór, Fjölnir og Valur. Skora á fólk að koma og kíkja á leikina og hita rækilega upp fyrir veturinn.

Fróðleikur dagsins: Að stela hugmyndum frá einum aðila kallast ritstuldur. Að stela hugmyndum frá mörgum kallast -rannsóknarvinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér frændi.  Þó það byrjir á svörtu nótunum ratarðu alltaf á þær hvítu áður en um líkur.  Góða helgi

Anna Bogga (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já mikið skil ég þínar áhyggjur af atvinnulífinu í sjávargeiranum. Hér er heldur ekki bjart yfir mönnum og nú er staðan komin upp sem margir óttuðust í byrjun. Hér voru menn plataðir alveg fram í þessa viku, búið að tilkynna með pompi og pragt að HB Grandi væri á leiðinni upp á skaga með alla fiskvinnslu en svo allt tekið til baka í þessari viku.

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 08:20

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Svona er nektarmyndin af kvótakerfinu Palli minn. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem það sviptir af sér spjörunum og örugglega ekki í síðasta. Á Eskifirði t.d. er mikið að gerast sem enginn veit ennþá endinn á. Maður hefur heyrt að forstjórinn sé að flýja vegna ósætis við stéttarfélagið. Er eitthvað til í því?

Þórbergur Torfason, 16.9.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég meina sko forstjóri Brims.

Þórbergur Torfason, 16.9.2007 kl. 09:42

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Rétt hjá þér Edda! þetta með HB-Granda er skítúgt mál upp fyrir haus. Menn eru plataðir hægri vinstri upp úr skónum og gefið langt nef. Mér liði betur ef þeir hefðu manndóm í sér til þess að segja hreint út við okkur almúgann ,,étið það sem úti frýs".  

Jú Beggi minn! ég held að samskipta örðugleikar milli þessara aðila spili stórt inn. En það er andskoti hart ef forystumenn hins vinnandi manns má ekki verja stöðu skjólstæðinga sinna án þess að svona lagað sé yfirvofandi. Segi enn og aftur ég skora á þessa mannleysu þ.e.a.s. Guðmund vinalausa að segja hreint út við okkur ,,étið það sem úti frýs"

Páll Jóhannesson, 16.9.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband