Leita í fréttum mbl.is

Hvaða tilgangi þjónar svona könnun?

kosningVelti því fyrir mér af og til hvort skoðanakannanir séu alltaf til góðs? Í sumum tilfellum eru þær til gamans gerðar og þá ber að taka þær með miklum fyrirvara. Svo skjóta upp kannanir sem manni finnst næstum því óraunhæfar, og geta verið villandi.

Sá t.d eina könnun þar sem spurt var ,, Eru eldvarnir á meðferðarstofnunum í ólestri?" valmöguleikarnir Já - nei. Hvernig á allur venjulegur almenningur að geta svarað þessu? Hefði ekki verið nær að orða þetta t.d. Telur þú......? Að mínu mati er þetta skoðanakönnun sem á ekki rétt á sér eins og hún er sett upp, bara alls ekki og af hverju?

T.a.m. hefði ég geta smellt á annan hvorn valmöguleikann og þannig haft áhrif á könnunina án þess að hafa nokkurt vit á því í hvernig ástandi þessi mál eru. Með því hefði ég ekki gert neinum greiða. Og það sem meira er þeir sem gera könnunina gera heldur engum greiða. Þetta er kannski ein af þeim ástæðum þess að fólk er að verða töluvert pirrað á þessum endalausum skoðanakönnunum sem engum tilgangi þjónar.

Fróðleikur dagsins: Sykri var fyrst bætt í tyggigúmmí árið 1869… af tannlækni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölmundur Karl Pálsson

Ég fór nú bara að pæla í þessum tannlækni sem bætti sykri í tyggigúmmi. Ætli hann hafi átt í erfiðleikum með að fá viðskiptavini? Viðskiptin hjá honum hafa eflaust blómstrað eitthvað eftir 1869  .

Sölmundur Karl Pálsson, 30.8.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband