28.8.2007 | 16:20
Borgarbúar eitthvað að misskilja þetta
Mikið hefur verið rætt um skrílslæti í Reykjavík á undanförnum misserum, þar sem ekkert virðist ráðast við ofbeldisfulla og snarbilaða borgarbúa. Venjulegt fólk virðist vera í lífshættu af því einu að hætta sér í 101 eftir að rökkva tekur.
Það hefur vakið athygli mína að til er veruleikafirrt fólk sem heldur því blákalt fram að reykingabann á skemmtistöðum sé ein af aðal ástæðum þess að fólk missir stjórn á skapi sínu og misþyrmir samborgurum sínum sér til skemmtunar.
Þegar ég las einhvers staðar að Reykjavík væri ,,Grænasta" borg í heimi var mér hugsað til þess að þarna væri trúlega orsökin fyrir þessum ólátum borgarbúa komin. Eitthvað hafa þeir misskilið hvað það er að búa í ,,grænni" borg. Getur verið að þar með hafi frummaðurinn (apinn) í borgarbúum verið vakinn til lífsins? Það er ekki ólíklegt því í þeirra heimi þ.e.a.s. frummannsins og apans gilda hin einu og sönnu frumskógarlögmál.
Nú er bara vona að þessi góði Villi fari nú að koma einhverju öðrum lit á borgina svo að lífið þar geti færst í mannsæmandi horf að nýju. Þá vona ég að Akureyrarbær reyni ekki á nokkurn hátt að verða sér úti um slíka vottun.
Fróðleikur dagsins: Börn fæðast án hnéskelja. Þær myndast ekki fyrr en við 2-6 ára aldur.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palli minn þetta eru ekki snarbilaðir ofbeldisfullir borgarbúar. Þetta er eins og á Akureyri, þetta eru aðkomumenn.
Þórbergur Torfason, 28.8.2007 kl. 23:32
Já ætli það sé ekki nokkuð til í því hjá þér?
Páll Jóhannesson, 29.8.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.