28.7.2007 | 13:16
Tvöfaldur heimsmeistari
Í dag eiga Fíragott-feðgarnir Jói eldri og yngri afmæli. Sá eldri hefur jú sömu marga fjöruna sopið, svo sé nú dýpra á árina tekið. Þegar hann var 17. ára slasaðist hann svo mikið á hendi að til stóð að taka hana af. Hann sagði lækninum að ef hann tæki höndina af þá myndi hann gera lækninn höfðinu styttri með annarri. Pabbi er enn þann dag í dag með báðar hendurnar á sínum stað - líkt og höfuð læknisins fékk að vera á sínum stað það sem hann átti eftir ólifað að því er ég best veit.
Hann stundaði sjó fram á miðjan aldur en þá kom hann sér í land. Hefur rekið smurstöð, keyrt vörubíl unnið við framleiðslu ofna og endaði vinnuferilinn hjá Sambandsverksmiðjunum sálugu. Samhliða þessu stundaði hann ýmiskonar aukavinnu svo sem dyravörslu í Borgarbíó félagsstörf hjá I.O.G.T, Musterisriddurum, Oddfellow, Skíðaráði Akureyrar og hjá Íþróttafélaginu Þór.
Inná milli og þegar hann fann göt í lífinu þ.e.a.s. þegar hann var 48 ára hóf hann að stunda kraftlyftingar. Hann gerði það með þvílíkum látum að það á sér fá fordæmi. Setti hvert metið á fætur öðrum tíndi metin af elsta syni sínum og til hliðar setti hann hvert heimsmetið á fætur öðru í flokki öldunga. Í tvígang fór hann til Ameríku og keppti í kraftlyftingum öldunga og að sjálfsögðu kom ekkert annað en gull til greina. Tvöföldum heimsmeistari og ekkert minna kom til greina. Ef ég man rétt þá gerðist þetta árin 1981 og 1982.
Ef ætti að gera tæmandi lýsingu á öllu því sem þessi járnkall hefur afrekað þá yrði þetta aðeins fyrsti kaflinn í langri ævisögu. En hver veit nema það eigi eftir að verða að veruleika?
Ég óska pabba til hamingju með daginn og vona að hann muni njóta hans til fullnustu.
Ég verð einnig að minnast á það að Jói ,,litli" bró á einnig afmæli á þessum degi. Þetta var besta afmælisgjöfin sem mamma fann til þess að gefa manninum sínum árið 1964. Þótt ég skrifi ekki eins mikið um ,,litla" bró nú þá sendi ég honum eigi að síður mínar bestu kveðjur í tilefni dagsins.
Fróðleikur dagsins: Jóhannes var sá eini af postulunum 12 sem dó náttúrulegum dauðdaga.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með tvíeykið. Sá gamli er nottlega langflottastur og sannkallaður járnkall.
Skilaðu kveðju í heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 13:38
Til hamingju með pabba gamla! Auðvitað líka með litla bró. Tvöfalt afmæli það er ekki dónlegt
Edda Agnarsdóttir, 28.7.2007 kl. 16:15
Til hamingju með daginn! (og þann gamla)
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 00:32
smá fróðleikur um pabba þinn, faðir þinn fór 3svar á heimsmeistaramót öldunga en ekki 2svar.Hann hampaði gullinu 2 sinnun en varð að láta sér silfrið duga á því síðasta. En eins og allir vita voru það Bandarískir dómarar vægast sagt mjög treggáfaðir sem sviptu faði þinn gullinu,
kveðja Jói
Jói bró (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.