Leita í fréttum mbl.is

Áfram Þór

trulofiunÍ dag eru hvorki meira né minna en 28 ár frá því að hið síunga par Palli og Gréta settu upp hringana, það var gert í útilegu nánar tiltekið í Hljóðaklettum. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og parið enn ástfangið upp fyrir haus.

Af því tilefni fórum við á tónleika sem haldnir voru á Græna Hattinum í gærkvöld þar sem söngdívurnar Regína Ósk, Heiða Idolsdóttir, Margrét Eir og Hera Björk ásamt Karli Olgeirssyni sem sá um undirspil af sinni alkunnu snilld. Þessir tónleikar voru hin besta skemmtun og fær fullt hús stiga í einkunnargjöf.

Því næst lá leiðin til kunningjafólks sem var að vígja nýjan sólpall með nuddpotti og öllu tilheyrandi þar sem gengið skellti sér í síðbúið næturbað. Nuddpottur með tæplega 60 nuddstútum, túrbó með steríógræjum og öllu tilheyrandi,k þetta toppa ég ekki.

Leikur í kvöld þar sem mínir menn í Þór taka á móti eyjamönnum í ÍBV á 1. deild á íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Fyrri viðureign þessara liða sem fram fór í Vestmannaeyjum í maí lauk með 1-1 jafntefli. Er það von mín og trú að mínir menn girði sig í brók og landi sigri í kvöld, nema hvað? Hvet fólk til að mæta á leikinn og hvetja sína menn til sigur, Áfram Þór.

Hvet að lokum fólk til að lesa góða grein eftir Sölmund Karl í Morgunblaðinu í dag sem ber heitið ,,Velferð Íþróttamanna". Flott grein og málefnaleg, sérstaklega held ég að Íþróttaráð Akureyrarbæjar og bæjarstjórinn sjálfur ættu að lesa og taka mark á.

Fróðleikur dagsins: Sinfóníuhljómsveit Mónakó er stærri en her landsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ hæ og til lukku með gærdaginn. Þið eruð alltaf jafn ung og spræk sama hvað árin segja til um. Las greinina hans Sölla í gær i vinnuni og er hún virkilega góð hjá stráknum. Endilega að fylgjast svo með hjá mér enda styttist í að við "ungu" hjónin eigum trúlofunar afmæli og verður fróðlegt að vita hvar við settum upp hringana okkar. Kveðja Suðurnesjamenn

Hrönn Jóhannesdóttir, 21.7.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband