Leita í fréttum mbl.is

Líflegt hjá City

Manchester-CityÓhætt er að segja að nú sé líf í tuskunum hjá mínum mönnum í Manchester City. Sven-Göran Eriksson kemur inn í lið City með látum og ætlar að leggja sitt að mörkum við að kom City á topp ensku deildarinnar, þar sem liðið á að eiga heima.

 

Fyrri fróðleikur dagsins: Maður að nafni David Atchison var forseti Bandaríkjanna í einn dag árið 1849, og svaf mest allan daginn af sér.
mbl.is Brasilíumaður til City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Það verður gaman að fylgjast með City liðinu í vetur, hef ekki fylgst mikið með leikmannahópnum hjá þeim, enn þarna sér Sven eitthvað sem þarf að koma.

 Ég hef bara ekki séð eitt einasta komment frá þér um leik KA og Þór sem háður var í gærkveldi Páll minn.  Þar sem þú varst nú nær örugglega á vellinum geturðu þá ekki sagt okkur svona það helsta úr þessum leik? T.d markamínútu, markaskorara, hvernig var markið? ÚRSLIT?

S. Lúther Gestsson, 18.7.2007 kl. 02:04

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Lúther! Auðvitað get ég frætt þig um leikinn því ég var á vellinum. Markið sem réði úrslitum í leiknum kom upp úr aukaspyrnu sem andstæðingar Þórs fengu rétt við hægra vítateigshornið (afar undarlegur dómur þar sem andstæðingur Þórs hreinlega missti boltann út af, af klaufaskap). Elmar Dan Sigþórsson skoraði fyrir andstæðing Þórs á 37. mín. Léleg völdun í vörn Þórs og mark staðreynd.

Leikurinn var illa leikinn af báðum liðum og ekki fyrir augað. Þórsliðið stjórnaði leiknum og var heldur sterkari aðilinn á vellinum en andstæðingurinn hafði heppnina með sér og nýtti næstum því eina færið sem þeir fengu í leiknum. Út á þetta gengur knattspyrnan þ.e. að skora meira en andstæðingurinn. Þetta skilur þú auðvitað sem KR-ingur sem hefur mátt horfa uppá slíkt dálítið oft í sumar.

Ástæða þess að ég hef lítið tjáð mig um þennan leik sem og almennt á blogginu er sú að ég er á kafi í að smíða sólpall við húsið mitt í góða veðrinu og held mig að mestu utan dyra en ekki fyrir framan tölvuna

Páll Jóhannesson, 18.7.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband