Leita í fréttum mbl.is

Saving Iceland, hverju á að bjarga?

Bloggleti sem varið hefur frá því á föstudagsmorgun stafar fyrst og síðast af því að fjölskyldan hélt rækilega uppá fimmtugs afmæli húsmóðurinnar. Hádegismatur hjá vinum, kaffitíminn á Bláu Könnunni, matarveisla á Hótel KEA um kvöldið og óvænt heimsókn hér og hvar var m.a. það sem til tíðinda bar. Óvenjulegur dagur frá morgni til kvölds, með óvenjulegum uppákomum en fyrst og síðast skemmtilegur, ógleymanlegur, dagur sem maður væri alveg til í að endurtaka síðar.

Á morgun mánudag mun svo venjubundið amstur taka við af og lífið færast í hefðbundið form, ef eitthvað er til í mínu lífi sem hægt er að kalla hefðbundið.

Leikur á Akureyrarvelli þar sem Þór mun mæta KA í knattspyrnuleik á Íslandsmótinu í 1. deild. Grannar okkar á brekkunni sitja á botni deildarinnar og þurfa svo sannarlega á stigum að halda ef þeir ætla bjarga sér frá falli í aðra deild. Mínir menn í Þór munu án efa ekki sína þeim neina miskun og ætla sér sigur í baráttunni. Mættum þeim fyrr í sumar í Vísa-bikarnum þar sem Þór vann sanngjarnan 1-0 sigur og er næsta víst að á morgun ætlum við okkur sigur og ekkert annað.

Hef velt því fyrir mér hverju mótmælahópurinn ,,Saving Iceland" ætlar að bjarga? Hef fylgst töluvert með fréttaflutningi af þessum látum í kringum mótmælaaðgerðir þeirra. Ég skil lögregluna, menn verða kunna sig þegar þeir mótmæla. Og ef þeir vilja mótmæla á löglegan hátt þá verða þeir að fylgja lögum, sem þeir gera greinilega ekki.

Fróðleikur dagsins: Abraham Lincoln og John F. Kennedy voru báði skotnir í viðurvist eiginkonu sinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist endalaust hægt að mótmæla

Anna Bogga (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband