13.7.2007 | 08:14
Hún er sannkölluð ljónynja þessi kona....
þennan dag árið 1957 kom þessi elska i heiminn. Strax sem barn var hún sannfærð um að hún yrði ekki langlíf. Í dag náði hún þeim áfanga að verða fimmtug. Þetta er einstakur gullmoli þessi kona. Hún er frábær eiginkona, móðir, amma og tengdamamma. Tengdamóðir hennar sagði um hana fyrir c.a 20 árum ,, Hún er sannkölluð ljónynja þessi kona, hún berst fyrir fjölskylduna ver hana með kjafti og klóm.... fjölskylda sem á svona konu að þarf ekkert að óttast".
Þetta eru orð að sönnu, um það get ég einna manna best vottað. Þessi kona lætur venjulega lítið fyrir sér fara, það sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún af festu og öryggi, fumlaust. Þessi kona framkvæmir ekki neitt, þá meina ég ekki neitt sem ekki er fullhugsað, ég veit allt um það.
Þessi kona er tryggari en orð fá líst. Hún ver vini sína og ættingja með kjafti og klóm og engin kemst upp með að baktala og leynimakkast eitthvað í návist hennar, það er alveg á hreinu. Vinir þessara konu vita hvar þeir hafa hana sem vin og geta treyst á hana, alltaf, allstaðar, það er hverju orði sannara.
Ég er að tala um mína heittelskuðu konu Margréti Pálmadóttir. Við höfum verið í sambúð í 29 ár og þar af gift í 25 ár. Þegar við giftum okkur hétum við því að eyða lífinu saman uns dauðinn aðskilur okkur. Mér finnst eins og okkur miði bara býsna vel á þeirri vegferð. Alla vega gengur þetta fjári vel hjá okkur og engin ástæða til að ætla að á því verði nein breyting.
Við ákváðum að eyða afmælisdeginum saman á mjög frumlegan hátt og allt frá morgni til kvölds. Engin sérstök veisla sem þið getið treyst á en hver veit hvað gerist daginn eftir, prufið að láta á það reyna.
Fyrir hálfum mánuði réðist ég í bílaviðskipti. Skipti út Skodanum fyrir Crand Cherokee Limited, bíl sem okkur hjónin hefur lengi dreymt um að eignast. Hef sagt vinum mínum og kunningjum að þessi bíll sé hluti af afmælisgjöf konunnar. Ég læt svo fylgja með mynd sem ég tók af konunni og bílnum og er óhætt að segja að þar séu tveir glæsilegir gullmolar á ferð..
Fróðleikur dagsins: Ekkert er betra og ágætara en þegar maður og kona búa í húsi saman samlynd í hugum. Er það stór skapraun óvinum þeirra en gleði vinum þeirra en best hafa þau af því sjálf. Hómer Sveinbjörn Egilsson.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðleikur dagsins: Þetta er það sem skiptir mestu máli í lífinu og endurspeglar allt annað í lífi manns. Til hamingju með hamingjuna.
Halla Rut , 13.7.2007 kl. 10:08
Hæ elskurnar mínar og til hamingju með daginn bæði tvö
Elska ykkur bæði ofsalega mikið og njótið dagsins til hins ýtrasta, t.d með okkur
Ástarkveðjur Dagga, Jói, Margrét Birta, Elín Alma og Jón Páll
Dóttirin og fjölskylda hennar (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 10:56
Til hamingju með konuna Hafið það gott í dag.
Ólöf (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 13:28
Páll til hamingju með konuna, bílinn og 25 árin í hjónabandi. Þetta var falleg færsla hjá þér.
Mér finnst dálítið fyndið þetta með draumabílinn, því þetta er líka draumabíllin minn allar götur frá því ég var krakki eða unglingur!
Nafni þinn Ólafsson hefur ort margt falleg og skemmtilegt m.a. þetta:
Læt ég fyrir ljósan dag
ljós um húsið skína
ekki til að yrkja brag
eða kippa neinu í lag,
heldur til að horfa á konu mína.
Edda Agnarsdóttir, 13.7.2007 kl. 14:16
Palli minn.
Til hamingju með konuna.
Ég veit sko allt um hennar góðu kosti.
Ég hef ekki skoðað bloggið síðan fyrir afmælið mitt og vil því þakka kærlega fyrir falleg orð um mig. Satt að segja fór ég svolítið hjá mér við lesturinn. En ég reyni að standa mig og stend vonandi undir væntingum hjá fjölskyldunni minni og vinum. Mæti í dag hjá þér og þínum gullmola. Til hamingju með gullmolana.
olöf Pálsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 12:19
Enn til hamingju með afmælið! Ég óska ykkur líka til hamingju með bílinn, en ekki sem bifvélavirki heldur bloggfélagi.
Gunnar Th.
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 21:51
Hæ hæ já ég lét á það reyna að koma daginn eftir og að sjálfsögðu var eins og búast má við af mágkonu minni veisluborð að vanda. Takk kærlega fyrir okkur og gaman að sjá hvað þið endist vel. Hittumst kannski í ágúst hver veit en hafið það sem allra best. Kveðja frá Suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 15.7.2007 kl. 23:47
Sæll Palli minn og til hamingju með gullmolana. Gaman að lesa hvað ykkur gengur vel og eruð ánægt. Enda lífið of stutt til þess að hafa ekki gaman af því.
Hef sjálfur verið að kíkja í kringum mig eftir jeppling og reyndar ekki fundið neitt sem heillar. Helst Cruiser og Santa Fe, en bölvað ræningjaverð á báðum. Maður er orðinn svo lélegur í þessu bílasöludóti öllu enda á ég bílana lengi í dag. Á t.d enn Econoline 1988 ferðabíl sem ég keypti 1993 svo þú sérð að Bleik er nett brugðið. En heimilisbíllinn er Oldsmobile Eighty Eight GLS 1999 svo manni finnst allir þessir jeppplingar bölvaðir garmar þegar maður fer prufurúnt svo ég veit svei mér ekki hvernig þetta endar. En eitt er víst að Oldsinum skipti ég ekki út. Maður verður jú að geta hvílt sig af og til og nært "amerísku batteríin"
Kveðja í heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 19.7.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.