5.7.2007 | 23:55
Loksins, loksins.
Loksins, loksins, loksins, kom rigning. Gras á umferðareyjum við götur bæjarins var farin að líta út eins og moldarflag sökum þurks. Því var rigningin í dag sannkölluð himnasending, og gróðurinn fær sína langþráðu vætu.
Fór á völlinn í kvöld og horfði á mína menn í Þór taka á móti liði Fjölnis úr Grafarvoginum í 1. deild karla. Fjörugur leikur þar sem mínir menn stjórnuðu leiknum að mestu en lentu þó í þrígang undir. Lokatölur leiksins urðu 3-3 þar sem Þór skoraði jöfnunarmarkið á 94. mínútu sem var í raun síðasta spyrna leiksins. Hefðum við Þórsarar vilja sjá sigurinn lenda okkar megin, en eitt stig er betra en ekkert. Heyrði á einum forráðamönnum Fjölnis segja eftir leik að þeir væru afar sáttir með að hafa sloppið með jafntefli út úr þessum leik.
Þórsliðið spilaði afar vel í þessum leik og sýndu mikla baráttu allan tímann og misstu aldrei móðinn þótt erfiðlega gengi að gera út um leikinn. Það sem vakti athygli manna í þessum leik var hve margir leikmenn Þórs voru meiddir og voru t.a.m. allir varamennirnir allir fæddir 1988-1991. Þjálfarinn og reynsluboltinn Lárus Orri Sigurðsson skipti sjálfum sér útaf í seinnihálfleik og setti inn ungan dreng sem fæddur er 1991 sem stóð sig algerlega óaðfinnanlega í leiknum.
Pollamót Þórs, Carlsberg og Kaupþings hefst í morgunsárið með pompi og pragt. Verður mikið gaman og mikið fjör eins og vanalega á þessu móti. Þá munu dönsku landsliðsmennirnir úr Old-boys koma til landsins og mun Halldór Áskelsson og fleiri fara með þá í Jarðböðin við Mývatn og fl. og fl. áður en þeir koma til Akureyrar annað kvöld. Svo að sjálfsögðu mæta þeir á Pollamótið sem og N1 mótið og heilsa uppá polla á öllum aldri á laugardag.
Seinni fróðleikur dagsins: Lærðu af mistökum foreldra þinna - Notaðu getnaðarvörn.336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já páll það er oft gaman að sjá þessi utandeildarfélög spila fótbolta, oft verða mörkin mörg og ekkert óeðlilegt að maður sjái 6-10 mörk í leik. Kannski ekkert skrítið þar sem þessi utandeildarfélög spila kannski ekki alltaf áferðarmikla knattspyrnu og oft eru reglurnar ekkert til að fara 100% eftir.
Mér þykir líka oft skemmtilegt að sjá að búningamál eru ekkert heilög í þessari utandeild, til að mynda eru treyjur leikmanna ekkert eins alltaf og geta menn borið mismunandi auglýsingar á treyjum sínum, kannski eru líklega 4-6 ára byrgðir notaðar. Minnir svolítið á peyjanna í 6 flokki.
Samt er þessi hefð að hafa utandeild sem skiptir engu máli bara hið besta mál, þar er oftast meðalaldur leikmanna liðlega 30 ára sem gerir gömlu kempunum bara gott til.
Segðu mér Páll spiliði á grasi eða eru menn ennþá að sparka í mölina þarna fyrir norðan?
Ég sé að þú ert mikill knattspyrnuaðdáandi og því þætti mér gaman að bjóða þér á einn falllegasta völl landsins ef þú átt leið suður.
þar sem spiluð er knattspyrna með stóru K-i, já svo eru KR ingar með stúku með sætum í enn ekki þúfum.
S. Lúther Gestsson, 6.7.2007 kl. 03:14
Sæll Lúther! nei veistu við erum enn að spila á möl og þá notum við líka reimaða bolta. Við höfum lent í miklu basli með boltana, en þar sem vesturbæjarstórveldið gerir slíkt hið sama redda þeir okkur af og til með því að lána okkur einn og einn bolta. Ef það klikkar, sem gerist ekki oft þá förum við bara niður á bryggju og fáum lánaða línubelgi þeir eru ágætir.
Já og þetta með aðstöðuna fyrir áhorfendur, þá bjóðum við uppá ,,stúku" sem byggð var upp úr miðri síðustu öld þar sem menn sitja á trébekkjum líkt og gert er í Akureyrarkirkju, reynar eru trébekkirnir þar bólstraðir. Fyrir þá sem vilja bólstraða bekki höfum við grasstallana dúnmjúka. Þetta stendur jú til bóta því það verður komin stúka á Þórsvöllinn með sætum sumarið 2009.
Ég þakka gott boð og hver veit nema ég eigi eftir að herma heimboð á völlinn þegar ég kem suður. En ég vissi ekki að þú værir Valsari Hjá Valsmönnum er greinilega að rísa glæsilegasta knattspyrnu mannvirki landsins. En ef þú ert KR-ingur eins og mér virðist á skrifum þínum þá eru þeir vissulega með flotta aðstöðu því er ekki að neita.
p.s. í hvaða sæti eru KR -ingar sem spila knattspyrnu með stóru K-i ?
Páll Jóhannesson, 6.7.2007 kl. 08:31
Já Páll minn þetta grunaði mig, utandeildarfélögin búa við fjásvelt og oft þótti mér gaman að sjá hérna í denn þá Pál Gísla og ekki ómerkari mann enn Guðmund Benediksson fara með keppnistreyjur sínar heim til mömmu í þvott eftir leiki. Þá sagði ég: Strákar hvenar ætliði að sjá að þið eruð í vitlausu liði í vitlausri íþrótt.
Sko í þá daga spilaði ég í KA treyjunni í íþrótt sem nefnist handbolti og ef ég fer fljótlega yfir þetta í huganum þá bara með góðum árangri að mér sjálfum finnst.
Það er náttúrulega til svakalega glæsilegur knattspyrnuvöllur á Akureyri, nefnilega Akureyrarvöllur og þangað gekk ég í sumar með 12 ára gömlum syni mínum sem er að gera risa stóra hluti í dag með liði FH og sýndi honum gamlar stöður og gamla spretti sem ég átti upp hægri kantinn. Ég hef nefnilega líka stundað þessa knattspyrnu íþrótt.
Ég sagði líka við spússu mína fyrir ekkert löngu síðan og þá með tár á kinn: "Þeir hafa komist að þessu, nefnilega að þarna hafa unnist glæsilegir sigrar, glæsilegur völlur og þarna eiga Akureyrirngar fagrar minningar, enn þá er auðvitað best að malbika bara yfir völlinn og byggja Hagkaupshús".
Þú veist vel Páll að staða liða í deild hinna sterkustu er ekkert endilega það sem maður á að horfa á.....heldur sko................æjji finn það út seinna.
Enn ég gekk aðeins um hið nýja Þórssvæði í sumar og jú þetta lítur bara gríðarlega vel út hjá ykkur. Til að ná árangri þarf metnað og það er líklega það eina sem Þór og KR eiga sameiginlegt.
S. Lúther Gestsson, 6.7.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.