Leita í fréttum mbl.is

Árinni kennir illur ræðari.

Þessi yfirlýsing Keflvíkinga er sorgleg svo ekki sé nú dýpra í árina tekið, í raun lélegur brandari. Held að þeir ættu að líta í eigin barm og athuga framkomu sína innan vallar sem utan eftir þetta atvik.

Fyrri fróðleikur dagsins: Árinni kennir illur ræðari.


mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Hvar sérðu brandara í þessu máli? Finnst þér Skagamenn vera saklausir í þessu?

Mummi Guð, 5.7.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Fyrst og síðast var og er framkoma leikmanna og þjálfar Kef til skammar. Markið var klaufalegt víst er það. En ef menn horfa á þetta atvik hlutlaust sést að þetta er ekki ásetningur Bjarna, ef menn telja sig sjá einbeittann vilja hjá Bjarna að skora þá eru menn að horfa á málið út frá afar þröngu sjónarhorni.

Í vor sem leið gerðist svipað atvik hér á Akureyri í leik Þórs gegn Víking Ó. þar sem leikmaður Þórs skoraði þegar hann skilaði boltanum aftur til markmanns. Markmaður Víkinga missti boltann yfir sig í fíflagangi. Þórsliðið var úthrópað en menn verða horfa á hlutina sanngjörnum augum og meta svo. En fyrst og síðast voru viðbrögð Keflvikinga þeim sjálfum til háborinna skammar, um það er ekki hægt að deila.

Páll Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Fyrirgefðu mér Páll en yfirlýsing þín er sorglegri. Þú villt semsagt stuðla að óheiðarleika á vellinum, Þú sást kannski líka hvernig farið var aftaní Bjarna sem gerði það að verkum að skotið klikkaði hjá honum sem endaði síðan í markinu, Ef þú horfir á atvikið þegar Keflvíkingar hlaupa að Bjarna sést vel að engin handalögmál urðu nema þegar ÍA mennirnir kipptu Bjarna frá, annað ekki.

Þetta er skagamönnum til skammar og Keflvíkingar mega taka hlut af atvikinu til sín en ég tel það eðlileg viðbrögð í hita leiksins í ljósi þess að skagamenn fengu ódýra vítaspyrnu fyrr í leiknum.

Ég tengist Keflavík ekkert en sem ÍBVari og hlutlaus aðili stend ég 100% með Keflvíkingum í þessu máli. 

Grétar Ómarsson, 5.7.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hversu klaufalegt sem þetta mark var þá eru það fyrst og síðast viðbrögð Keflvikinga sem ég undrast mest.

Páll Jóhannesson, 6.7.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband