Leita í fréttum mbl.is

Dómgreyndarleysi, eða hvað?

Hentist á völlinn í kvöld til þess að horfa á úrvalsdeildarlið Þórs/KA taka á móti liði Stjörnunnar. Vonaðist eftir því að stelpurnar okkar myndu sjá til þess að það boðið yrði uppá stjörnuhrap. Því miður varð lítið um þ.h. og máttu þær játa sig sigraða 0-2. Ekki hægt að segja að Stjörnustúlkur hafi verið neitt betri aðilinn í leiknum, en þær nýttu sín færi og uppskáru sigur.

Veit ekki hvort hægt sé að segja að það sé spennandi að fylgjast með baráttunni um eignarhald í Hitaveitu Suðurnesja? en víst er að það er á margan hátt athyglivert. Það breytir því ekki að ég er vafalítið í sömu sporum og margir aðrir, sem skilja hvorki upp né niður í þessari sápu. Hver er hvers og hvurs er hvers?, spyr sá sem ekki veit.

Að sama skapi athyglivert að lesa blogg líkamsræktarforkólfsins og aðdáanda Bónusveldisins nr.1 Jónína Ben fyrir að hæla Samfylkingarráðherranum Björgvin G. Sigurðssyni. Hef trú á því að hún eigi eftir að hæla restinni af ráðherraliði Samfylkingarinnar áður en langt um líður. Greinilega stutt í jafnaðarmanninn hjá henni, sem er hið besta mál.

Sá að Eva Longoria og Tony Parker ætla gifta sig 07-07-07 líkt og svo margir aðrir. Skil reyndar ekkert í þeim að gera þetta á þessum degi, sama degi og old-boys landsleikur Íslands og Danmerkur í knattspyrnu fer fram á Akureyrarvelli. Greinilegt að brúðkaup þeirra mun falla í skuggann af þeim stórviðburði sem fram mun fara á Akureyrarvelli, kannski er það nákvæmlega það sem þau vilja, frið frá fjölmiðlum, hver veit? alla vega tel ég það hljóti að vera sennilegasta skýringin. Ef ekki þá er þetta mikið dómgreyndarleysi.

Að sama skapi var það skynsamlegt af Pamelu Anderson að halda upp á fertugsafmæli sitt um liðna helgi en ekki þeirri næstu, af sömu ástæðum og skvísan Eva Longoria. Þess vegna komst Pamela í blöðin í gær og aftur í dag. Það kom mér hins vegar á óvart að Pamela væri fertug, ég sem hélt að hún væri í það minnsta 10 árum eldri, þegar tekið er mið að útliti.

Fróðleikur dagsins: Ef þú nærð ekki árangri í fyrstu tilraun, þá er fallhlífarstökk alls ekki fyrir þig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knattspyrnan er greinilega ekki að ofkæta þig fyrir norðan. Hér á Skaga var hins vegar mikið drama á vellinum og ekki var mitt fólk ánægt með sitt fólk.

Ég verð að segja eins og þú að ég skil ekkert í þessum hitaveitumálum - ég nenni heldur ekki að skilja það.

Það kom mér á óvart að Jónína skildi hæla Björgvini, annars er hún svo mikil ákafamanneskja sem mér finnst oft fara fram úr sér, en er á meðan er.

07.07.07. er heilög tala!

Hver er Pamela Anderson?

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já en vonandi rís sólin hér norðan heiða fljótt að nýju. En leiðinlegt að slagsmál skuli setja svip sinn á leik ÍA.

Pamela - veit ekki svo mikið um hana en mér skilst að hún sé stór stuðningsmaður og dyggur viðskipavinur frægs Sílikonverksmiðju vestan hafs.

Páll Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

19 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband