20.6.2007 | 22:16
Tímamót
Óhætt er að segja að dagurinn í dag sé stór í sögulegu tilliti fyrir íþróttahreyfinguna á Akureyri. Bæjaryfirvöld og Akureyrarliðin Þór og KA undirrituðu nýjan uppbyggingar- og framkvæmdasamninga. Aðal uppbyggingin mun fara fram á íþróttasvæði Þórs þar sem fullkomin frjálsíþróttavöllur verður byggður þar sem Landsmót UMFÍ verður haldið 2009.
Aðal keppnisvöllur Þórs verður gerður upp þannig að hann verður sem nýr og afar fullkominn. Milli knattspyrnuvallarins og frjálsíþróttavallar verður byggð svokölluð A- stúka sem tekur 1000 manns í sæti fyrir knattspyrnuvöllinn en 200 - 300 manns í sæti fyrir frjálsíþróttavöllinn stúkan verður yfirbyggð að fullu.
Þá mun Akureyrarbær sjá um að gera fullbúið æfingasvæði á hinu svokallaða ,,Sunnuhlíðartúni" þar verður afgrit svæði sem að flatarmáli er á stærð við Bogann. Svæði norðan Bogans verður einnig lagar og gert klárt til æfinga strax.
Þá mun Akureyrarbær styrkja Íþróttafélagið Þór um 26 milljónir sem bætur fyrir það land sem fer undir frjálsíþróttavöllinn og fara þeir fjármunir í endurbætur á Hamri félagsheimili Þórs, en Hamar þarfnast töluverða lagfæringa nú þegar.
Þegar þessum breytingum líkur getur Íþróttafélagið Þór farið að leika heimaleiki sína í knattspyrnu á sínum eigin heimavelli. Óhætt að segja að manni sé strax farið að hlakka til að fara á leiki á Þórsvellinum þar sem hjartað slær.
Meir úr íþróttum. Heldur er farið að syrta í álinn hjá vesturbæjar stórveldinu KR sem í kvöld tapaði enn einum leiknum og sitja þeir nú sem fastast á botni úrvalsdeildarinnar. KR hefur leikið 7 leiki tapað 6 og gert 1 jafntefli skorað 5 mörk og fengið á sig 14. Er næsta víst (eins og Bjarni Fel myndi segja) að nú hlýtur að vera farið að hitna undir stólnum hjá Teiti. Kannski eru KR-ingar bara sáttir við þetta og þess vegna ekki að huga að breytingum, hver veit?
Fróðleikur dagsins: Betra er seint en aldrei.
21 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf nóg að gera hjá Þórsurum
Anna Bogga (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:40
Akureyrarliðin KA og Þór meinarðu(stafrófsröðin Palli minn stafrófsröðin) - Það er orðið svo að ég veit orðið allan fjandan um Þór eftir blogglesturhjá þér en veit minna en ekkert ekkert um KA mitt gamla félag. En ég var sko uppalinn á Eyrinni og þar voru allir í Þór og maður varð nottlega snemma uppreisnargjarn og hélt þarafleiðandi með KA.(Var aldrei mikið fyrir að láta segja mér fyrir verkum)...og hef lítð breyst
Þorsteinn Gunnarsson, 21.6.2007 kl. 13:13
Okkar ,,gamli" og ástkæri Íslensku kennari Rafn (heitinn) Hjaltalín sagði mér forðum daga að þegar Þór og KA væru annars vegar þá gilti ekki reglan um starfrófsröðina ,,láttu hjartað ráða" sagði hann og ég hlýði eins og sönnum nemanda sæmir
Þvílíkur snilldar karl, sem hann Rafn Hjaltalín var - blessuð sé minning hans.
Páll Jóhannesson, 21.6.2007 kl. 13:22
Já Rabbi Hjaltalína var ágætur en óþarfi að taka hann svona hátíðlega - Annars heimsækir mig stundum hér á Selfoss annar 'gamall' kennari úr Gagganum og heitir sá einnig Rafn og er Haraldsson. Hann man að vísu óþarflega mikið eftir mér og mínum uppátækjum og tilsvörum og þyrfti því í raun stundum að grípa fyrir eyrun á krökkunum, enda held ég hann sé að ljúga megninu af þessu
Þorsteinn Gunnarsson, 23.6.2007 kl. 04:27
Ég skil ekkert í því að engill eins og þú skulir þurfa hafa af þessu áhyggjur..... er hann ekki að rugla þér við einhvern annan - áttu annan
Páll Jóhannesson, 23.6.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.