Leita í fréttum mbl.is

Kona verður að gera allt helmingi betur en karlmaður......

Ég tek ofan fyrir Steinunni Valdísi Óskarsdóttir borgarfulltrúa og nýkjörin þingmann Samfylkingarinnar. Gaman verður að sjá hvort Kristján Þór Júlíusson bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar muni gera slíkt hið sama?

Kristján Þór hefur þó marg sagt að það yrði engin vandi að sinna þessu tvennu þ.e.a.s. að vera bæjarfulltrúi og þingmaður og búa á Akureyri. Steinunn Valdís býr þó í borginni og hefði því átt að geta sinnt þessu tvennu af landfræðilegum ástæðum fremur en Kristján Þór.

Munurinn hins vegar er sá að Steinunn Valdís veit að ef hún vill sinna því sem hún gerir vel þá verður maður að gefa sig að þeim verkefnum sem maður vinnur að. Það læðist hins vegar að manni sá grunur að því sé ekki að fagna með bæjarfulltrúann að norðan. Ég velti því fyrir mér hvort það sé græðgi sem veldur því að maðurinn vilji halda í bæði djobbin, enda hvort tveggja vel borgað, ekki satt?

Steinunn Valdís fær hrós frá mér og mér datt í hug ágætis slagorð sem ég tel bara eiga ágætlega við í þessu tilfelli.

Slagorð dagsins: Kona verður að gera allt helmingi betur en karlmaður ef hún á að þykja hlutgegn. Reynar er það nú ekki svo mikill vandi.
mbl.is Hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Steinunn er frábær - þetta fellur undir orðið SKYNSEMI hjá mér! Nú er bleiki dagurinn á morgun eða réttara sagt Kvenréttindadagurinn og spennandi að vita hver fær bleiku steinanna í ár frá Feminístafélaginu? Ég hugsa að það verði ekki Kristján!

Edda Agnarsdóttir, 18.6.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Sammála... Ef þingmannsjobbið er bara hálft starf þá er bara að borga kauða hálft kaup... Nei Stjórnsýslan á Akureyri fær nú seint jafnréttisverðlaunin.

Kveðja í heiðardalinn, Steini

Þorsteinn Gunnarsson, 20.6.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband