14.6.2007 | 22:51
Sögu sigling um Akureyri - athyglisvert
Þegar ég sá auglýsta sögu siglingu um Akureyri á Húna II varð ég pínu hissa, láir mér hver sem vill. Fara í siglingu um Akureyri á bát hlýtur að teljast sérstakt svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Ég mætti á Torfunefsbryggju og hoppaði um borð í Húna og fór í umrædda siglingu. Þessi sögu sigling sem tók u.þ.b. 1 1/2 klukkustund og var í boði Akureyrarstofu og Minjasafnsins á Akureyri var hin besta skemmtun.
Siglt var meðfram strandlengjunni beggja vegna Pollsins og farið var yfir söguna undir leiðsögn sagnfræðings frá Minjasafninu. Þetta var eins og fyrr segir afar gaman og fróðlegt og hvet ég fólk til þess að nýta sér þetta næst þegar færi gefst. Vil benda á að ég er búinn að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið ,,Akureyri" sem ég tók í ferðinni og mun ég bæta við þær á næstu dögum.
Stelpurnar okkar í úrvalsdeildarliði Þórs/KA skaut sig inn í 8 - liða úrslit Vísa-bikarsins í gærkvöld. Þær tóku á móti 1. deildarliði Hattar frá Egilstöðum og höfðu betur 5-0. Svo bæði liðin okkar í Þór eru komin áfram í bikarnum.
Óhætt er að segja að nú sé farið að hitna undir hjá Teiti Þórðarsyni þjálfara KR. Þetta fornfræga lið úr vesturbæ höfuðsveitaþorps Íslands tapaði enn einu leiknum í kvöld. Þeir lágu á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH (com on Fimmleikafélag Hafnafjarðar). Sitja þeir nú á botni úrvalsdeildar eftir 6 leiki með 1 stig og fallbaráttan hjá þeim orðin staðreynd.
Annað kvöld munu svo mínir menn í Þór taka á móti Grindvikíngum á Akureyravelli í 1. deild. Er hér um að ræða sannkallaðan stórleik. Í liði Grindarvíkur er einn uppalinn Þórsari sem því miður hans vegna verður í leikbanni annað kvöld. Þessi ágæti leikmaður er Orri Freyr Hjaltalín sem er af náttúrunnar hendi afburðar góður íþróttamaður. Hann er ekki einvörðungu góður knattspyrnumaður heldur þótti hann einn af efnilegustu körfuboltamönnum landsins.
Fróðleikur dagsins: Vonin er oftast lélegur leiðarvísir en sérlega þægilegur förunautur á leiðinni.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að kvitta - Kv.Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 18.6.2007 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.