13.6.2007 | 01:12
Enga gesti takk akið hratt í gegnum bæinn.
Enn og aftur gerast bæjaryfirvöld á Akureyri sig sek um að nota sömu aðferðina og Strúturinn - þ.e. að stinga hausnum ofaní sandinn. Ég held að ég mæli með því að þau setji upp skilti við bæjarmörkin með áletruninni ,,Vinsamlegast stoppið ekki i bænum, góða ferð og athugið að þjóðvegur 1 liggur í gegnum bæinn.
Fróðleikur dagsins: Verum góð við börnin okkar. Þau ákveða á hvaða elliheimili við lendum.
Akureyri: Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað dagana 14 -17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21 dagur til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 190611
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þannig að það er best að keyra bara hratt í gegnum Akureyrabæ á mánudag eða þriðjudag?
Anna Bogga (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:18
Sæl frænka! en þetta gæti verið herbragð hjá löggunni og hún liggur kannski í leyni hér og hvar til þess að góma þá sem fara of hratt
Hins vegar eru skilaboðin hjá mér til vina og ættingja kíkið við hjá mér og kannið hvort ekki sé önnur og betri gestrisni sem ég bíð uppá, heldur en forráðamenn tjaldstæðanna?
Páll Jóhannesson, 13.6.2007 kl. 11:41
Svínastíumenning
Var gæslumaður á tjaldsvæði, þar sem var haldin akstursíþróttakeppni í nágrenninu. Þar var mikil drykkja, slagsmál, íkveikjur, og skemmdarverk. Almennt, var hægt að tjónka við fólk , þrátt fyrir að það væri mjög drukkið. Það voru fáir sem stóðu í að hefja skemmdarverk. En samt hljóp tjónið á nokkrum hundruðum þúsunda, þrátt fyrir mikla gæslu. Ef að gæslan hefði verið minni, hefði allt verið eyðilagt. Það var komið í veg fyrir það með því að loka aðal þjónustuhúsinu, eftir að byrjað var að brjóta, og hafa aðeins minni salerni opin, með vörð, fyrir utan allan tímann. Þegar skemmdarverk hefjast, verður fjandinn laus, og öllum finnst þeir þurfa að brjóta eitthvað, þegar þeir sjá að einhver hefur hafist handa. 25 tjöld voru skilin eftir, meira og minna með öllum viðlegubúnaði, mismunandi mikið útældum, og með matarleifum og brunnum einnota grillum, og ruslahaugi í 20-30 metra radíus. Íkveikjutilraunir hófust þegar leið að lokum helgarinnar. Tókst að slökkva þau bál, sem betur fer. Því miður er stór hluti ungra Íslendinga að haga sér eins og svín, á tjaldsvæðum, og finnst það stórkostleg skemmtun. Þeir eru ekkert betri en grænlendingar, eða indiánar, þegar kemur að áfengi, og vímuefnum. Maður gáði að skilríkjum, þegar verið var að hreinsa svæðið, og þokkalegar yfirhafnir voru innan um ruslið. Oftast var ekkert slíkt í vösunum, en oft torkennilegar pillur, eða örlítil lyfjaglös, með duftleifum. Fólk þarf auðvitað eitthvað örvandi til þess að keyra sig áfram í sólarhringa drykkju. Þá helgi þurfti ég iðulega að eiga við unga einstaklinga sem voru út úr heiminum, mismunandi fáklæddir, og voru ekki alveg með það á hreinu hvar þeir væru, hvað þeir væru að gera, eða hvaða tími sólarhringsins væri þá stundina. Ég get vel skilið Akureyringa að hafa tjaldsvæðið inni í bænum lokað þessa helgi. Tjaldsvæði eru nefnilega ekki svínastíur hinna útúrdrukknu og dópuðu. Þau eru fyrir ferðamenn. Réttur svínnanna, er ekki til staðar í nútímaþjóðfelagi, nema í svínastíum.
njoddi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 15:18
Ja hérna ljótt er ef satt reynist. En ég hef verið gæslumaður á tjaldstæðum hér norðan heiða og séð eitt og annað. En þú ,,njoddi" ert að lýsa veröld sem mér þykir dekkri en ég hef heyrt af.
En það fólk sem t.a.m. sækir bíladaga er ekki verra en annað fólk og þykir mér þú stóryrtur að stimpla þetta fólk allt upp til hópa ,, útúrdrukkna og dópaða". Og þótt fólk hagi sér eins og svín (eins og stundum er sagt) þá gefur það okkur enga heimild til að kalla það SVÍN.
Páll Jóhannesson, 13.6.2007 kl. 15:32
Þetta eru svörtu sauðirnir, sem alltaf fylgja, og eyðileggja fyrir hinum. Hjörðin er bara alltaf að stækka, og vill vera í haganum (tjaldsvæðunum). Haga sér eins og svín, garga eins og svín, lykta eins og svín= SVÍN.
Er það eitthvað annað ? Hvað þá ?
njoddi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 15:48
Smá leiðrétting: Í pistlinum stóð "grænlendingar" en hefði átt að standa "drykkjusjúkir grænlenskir sjómenn í landlegu á Ísafirði". Grænlendingar eru upp til hópa mesta sómafólk, ég biðst afsökunar á þessarri samlíkingu. Sama með Indiánana, flestir indiánar eru auðvitað ekkert í líkingu við þetta. Ungir íslendingar slá metið.
njoddi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 17:59
,,njoddi" Þú þarft ekki að biðja mig afsökunar á einu eða neinu - snúðu þér að viðkomandi sem eiga hluta að máli.
Ég velti því fyrir mér hvort nafnleynd þín sé í beinu framhaldi af málflutningi þínum sem þú hræðist að gangast við?
Páll Jóhannesson, 13.6.2007 kl. 18:33
Ég hef því miður bæði orðið vitni að viðlíka umgengni á tjaldsvæðum eins og lýst er hér að ofan, og þurft að hætta við gistingu á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti vegna hávaða og drykkjuláta. Ég valdi Hamra í staðinn, þar var þá aðallega fjölskyldufólk og erlendir ferðamenn á bílaleigubílum. Þó ég vilji kannski ekki taka jafn djópt í árinni í lýsingum eins og gert er hér að ofan, þá er það því miður svo, að mörg af bestu og fallegustu tjaldsvæðum landsins (þó kannski aðallega þau sem eru í næsta nágrenni við stóra þéttbýlisstaði) eru hreinlega ónothæf venjulegu fjölskyldufólki um helgar vegna partíhalds og drykkjuláta, sem rekstraraðilar láta afskiptalaus. Þeir eru hins vegar fljótir til að rukka þá sem reyna að nýta sér aðstöðuna til næturgistingar, jafnvel þó engum verði svefnsamt á svæðinu vegna hávaða. Ég átti í miklu orðaskaki í fyrrasumar við allmarga aðila vegna þessara mála, en það virðist sem svo að enginn vilji taka á málinu. Rekstraraðilar tjaldsvæða setja - og hengja upp á áberandi stöðum - reglur um hávaða og umgengni, en virðast því miður helst á höttunum eftir aurum tjaldgesta. Hafi menn borgað á annað borð, mega þeir haga sér eins og villimenn, öðrum til ama og ónæðis. Ég var um sjómannadagshelgina á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi, og það var nákvæmlega þetta sem gerðist. Hópur ungmenna var með stórpartý á svæðinu, með tilheyrandi öskrum og látum, auk þess sem Gettóblaster var stilltur svo hátt að við sem vorum þó alllangt frá fengum á tilfinninguna að við værum stödd á sveitaballi, en ekki á hvíldar- og svefnsvæði fyrir ferðamenn. Ég varð var við að lögreglan í Stykkishólmi ók inn á svæðið, a.m.k. 3 -4 sinnum um kvöldið og fyrri hluta nætur. Í hvert skipti sem löggan sást í fjarska var öskrað: "lækkiði mússíkina". Lögreglubíllinn tók svo hring um svæðið án þess að stöðva eða skipta sér af röskuninni á nokkurn hátt, en ók síðan burt. Örskömmu síðan kom svo tilkynningin frá "öryggissveitinni" með dómadagsöskri: "LÖGGAN ER FARIN!!!!!!!!!!!"
Miðað við 17. júnífréttir frá Akureyri sl. sumur skil ég þá ákvörðun mæta vel að loka tjaldsvæðinu. Til einhverra ráða verður að grípa ef þeir íbúar bæjarins sem næst búa svæðinu eiga að geta sofið eitthvað um helgina. Kv. Gunnar Th. (sem verður í Danaveldi á 17. júní, guðialmáttugumsélof! )
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.