Leita í fréttum mbl.is

Ekki bara blaðra og blaðra - láta verkin tala.....

Það er auðvitað ekki nóg að tala og taka, skrifa og skrifa en gera svo ekkert sjálfur í þeim málum sem maður hvetur aðra til að gera. Þess vegna brá ég undir mig betri fætinum (þótt báðir séu í raun ónýtir) og naut þess að láta kvenfólk skemmta mér.

Fór sem sagt á völlinn í gær og horfði á knattspyrnulið Þórs/KA í úrvalsdeild taka á móti Fylki úr Árbænum í gærkvöld. Skemmst er frá því að segja að heimamenn í Þór/KA unnu sanngjarnan 3-2 sigur eftir að hafa komist í 3-0. Ég er nokkuð viss um að þetta unga- og bráðefnilega lið Þórs/KA á eftir að hala inn fleiri sigra í deildinni þegar upp verður staðið.

Á sama tíma fóru strákarnir í mfl. karla Þórs austur á Reyðarfjörð og léku við Fjarðarbyggð sem er að leika í fyrsta sinn í næst efstu deild. Fór svo að heimamenn unnu 1-0 sigur á Þór í leik sem samkvæmt heimildum hafi Þór verið mun betri aðilinn. En það er víst ekki nóg menn verða koma tuðrunni inn fyrir marklínuna oftar en andstæðingurinn, og í því voru heimamenn betri að þessu sinni og því fór sem fór. Fyrsti tapleikur Þórs á tímabilinu staðreynd.

Liðsmenn Þórs voru orðnir vel skeggjaðir þegar í leikinn kom enda höfðu þeir heitið sér því að taka sig ekki fyrr en þeir töpuðu leik. Ég er að velta því fyrir mér hvort þeir hafi tapað af ásettu ráði þar sem þeim hafi ekki líkað þessi lífstíll að vera skeggjaðir fyrir hásumarið, hver veit? En alla vegar verða þeir nýrakaði og skveraðir þegar þeir taka á móti KA-mönnum í bikarnum n.k. þriðjudagskvöld.

Var rifinn upp fyrir allar aldir í morgunsárið enda öll barnabörnin í gistingu hjá ,,gamla" settinu, og þegar þannig stendur á fær engin að sofa út. Bíltúr uppá andapoll, fara með krílin í heimsókn til lang- afa og ömmu þeirra, sýna snilli sína í badminton og eitt og annað sem maður tekur þátt í á þannig stundum.

Fróðleikur dagsins: Hvort sem þú leggur á lof eða last, láttu það vera í hófi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband