3.6.2007 | 22:17
Eyjólfur, ekki meir ekki meir....
Brá undir mig betri fætinum (þótt báðir séu hálf ónýtir) og ók sem leið lá í höfuðborgina í gær. Landsleikur Íslands og Liechtenstein hafði það aðdráttarafl sem til þurfti að ég lagði upp í þetta ferðalag. Skemmst er frá því að segja að þetta var afspyrnu leiðinlegur og illa leikinn knattspyrnuleikur af Íslands hálfu og í raun mega Íslendingar þakka fyrir að hafa náð jafntefli gegn þessu dvergríki. Í raun lélegt skemmtun.
Þegar Eyjólfur var ráðinn landsliðsþjálfari efaðist ég stórlega um að hann væri rétti maðurinn í þetta djobb. Ég bloggaði um það þá og varaði menn við bjartsýni. Eyjólfur var góður knattspyrnumaður um það er og verður ekki deilt. En nú hefur svo sannarlega komið á daginn að efasemdir mínar eiga við rök að styðjast, hann ræður ekki við svona stórt verkefni sem þjálfun landsliðs er.
Hans tími var ekki kominn þ.e. að taka að sér svo stórt verkefni, sem landsliðsþjálfun er. En ég segi nú er hans tími kominn - að fara frá.
Meira úr boltanum því stelpurnar í Þór/KA spiluðu við lið Fjölnis í dag í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á útivelli. Tap 2 - 0 var staðreynd og situr nú liðið á botni deildarinnar án stiga. Samkvæmt fréttum voru þær afar óheppnar og óðu í færum stóran hluta leiksins en náðu ekki að koma tuðrunni í netið. Áttu þær t.a.m. tvívegis skot í stöng Fjölnis og sagði fréttamaður á RÚV að Fjölnir hafi sloppið með skrekkinn. Ég hef trú á því að þetta unga og efnilega lið Þórs/KA eigi eftir að hrökkva í gang og hala inn þó nokkur stig í sumar og örugglega halda sæti sínu það þegar upp verður staðið.
Gústi mágur minn sem tók upp á óvenjubundinni aðferð við að losna við nokkur auka kíló er á góðum bata vegi og mun fara aftur til vinnu eftir erfið veikindi undanfarnar vikur. Gott að karlinn er að hressast og sendum við héðan að norðan heiða honum og Hrönn systur minni hlýjar kveðjur.
Í dag er eins og öllum ætti að vera ljóst hinn árlegi ,,Sjómannadagur". Þótt undarlegt megi virðast þá fer eitthvað lítið fyrir honum hér í bæ, sem er þó mikill útgerðarbær. Þótt það sé undarleg tilfinning að ekki skuli vera haldið upp á daginn hér með pompi og prakt er annað sem skyggði hressilega á í daginn. Bik SVÖRT skýrsla hafrannsóknarstofnunnar er mikið áhyggjuefni svo ekki sé nú dýpra í árina tekið, sem er þó við hæfi þar sem þetta er jú sjómannadagurinn, ekki satt?. Maður spyr sig enn og aftur og láir manni hver sem vill þegar maður spyr sig (með ákveðna efasemd í huga) ,,hefur kvótakerfið skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi?". Ég óska öllum sjómönnum sem eru jú sannar hetjur hafsins til lukku með daginn.
Málsháttur dagsins: Oft verður lítið af því höggi sem hátt er reitt.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir hlýjar og góðar kveðjur til okkar. Já Gústi fer að vinna í dag og kemur í ljós hvort að hann sé búin að ná upp þreki og kraft svo hann geti unnið fullan vinnudag. Biðjum heilsa í bili. Kveðja Suðurnesjamenn
Hrönn Jóhannesdóttir, 4.6.2007 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.