Leita í fréttum mbl.is

Aftur á móti er hann löngu, löngu gleymdur

ThorsmerkiFór á völlinn í kvöld og horfði á mína menn í Þór taka á móti Njarðvikingum. Skemmst er frá því að segja að Þór vann 2 - 1 sigur sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins. Öll mörkin komu í seinni hálfleiknum. Þórsarar komust í 2 - 0 áður en Njarðvikíngar náðu að minnka muninn.

Í kvöld bar það til tíðinda að handboltakappinn Heiðmar Felixson kom inná í seinni hálfleiknum og stóð hann vel fyrir sínu. Er hér á ferð afar fjölhæfur og góður íþróttamaður. Vilja margir meina að hann hefði náð langt í knattspyrnunni ef hann hefði einbeitt sér að henni, en ekki tekið hana sem aukagrein.

Heiðmar var ef ég man rétt ekki nema 15 eða 16 ára þegar hann hóf feril sinn hjá Þór í meistaraflokki karla í knattspyrnu, Þá var Sigurður Lárusson (Ljárinn) þjálfari Þórs. Í dag er sonur Sigurðar þ.e. Lárus Orri fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu þjálfari Þórs.

Eftir sigurinn í kvöld er Þór áfram á toppi deildarinnar nú með 10 stig eftir fjórar umferðir 3 sigra og 1 jafntefli. Greinilegt að uppbyggingastarf félagsins er að skila sér enda liðið mjög ungt og skipað nær einvörðungu heimamönnum.

Ekki var það til að skemmta góða kvöldstund hve veðrið var gott og allar aðstæður hinar ágætustu. Þó hefur maður oft séð Akureyrarvöllinn betri á þessum tíma, og má segja um hann að ekki hafi hann komið sérlega vel undan vetri.

Fróðleikur dagsins: Herostratos, sem brenndi musteri Díönu, er enn í minnum hafður. Sá sem reisti það er gleymdur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Flott að heyra að Þórsarar koma vel undan vetri og allavega ljóst að þeir verða ekki í strögglinu þetta árið.  Vonandi að þessi sigurganga haldi áfram því Þór á auðvitað að vera í efstu deild!!!

Magnús Þór Jónsson, 2.6.2007 kl. 07:56

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Maggi! já liðið kemur vel undan vetri og greinilegt að stemmingin i kringum liðið og umgjörðin er afar góð og þetta lítur vel út. Já stefnan er jú sett á efstu deild, veit svo sem ekki hvort það tekst í ár?. En þar lítum við Þórsarar svo á að við eigum HEIMA.

Páll Jóhannesson, 2.6.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband