28.5.2007 | 23:11
Getur hugsast að ,,Kölski" sé kona?
Þrátt fyrir þá staðreynd að ég telji mig vera jafnréttissinnaðan mann þá þykir mér oftar en ekki að umræðan um jafnrétti gangi lengra en góðu hófi gengir, stundum og þá orðið að hróplegu misrétti, og stutt í ofstækið.
Ég ólst upp við það að Guð væri karlkyns, en þó án þess að líta á ,,hann" sem karl - Guð var og er hugtak um hið góða í okkur en ekki karl eða kona, bara alls ekki, Guð er Andi, hvað svo sem það þýðir í raun?.
Samt er til fólk sem amast yfir þessu og lætur þetta fara afskaplega mikið í taugarnar á sér og er farið tala til Guðs og segja ,,hún Guð" - allt fyrir jafnréttið.
Þetta er allt gott og blessað, en vekur samt upp ákveðnar spurningar um annað þessu nátengt. Í Biblíunni er talað hvort tveggja um hið góða og einnig um hið illa (Kölska). Þessar tvær andstæður geta ekki verið ólíkari í mínum huga, ekki á nokkurn hátt. Þó eiga þær það sameiginlegt að vera báðar karlgerðar, hvað veldur?
Ef þetta skiptir yfir höfuð einhverju máli í allri trúarlegri umræðu hvort Guð er kona eða maður - af hverju er þá ekki talað um ,,hún Kölski?". Það kann svo sem að vera að þeir hópar sem vilja tala um ,,Guð" sem konu tali einnig um Kölska sem kvenkyns, en það hefur í það minnsta farið fram hjá mér.
Ég get ekki neitað því mér finnst að þegar trúarleg umræða fer út í þá sálma að þvarga um karl- eða kven gera hitt og þetta þá erum við hætt að horfa á það sem skiptir máli. Tilgangur trúarinnar týnist í tilgangslausri umræðu og allir tapa. Ég segi því eins og Doddi ,,gamli" þetta er bara til þess að skemmta Skrattanum. Doddi talaði um hann Skrattann, enda vissi hann ekkert um jafnrétti, blessuð sé minning hans.....
Fróðleikur dagsins: Ekki eru allir helgir sem kirkjur sækja.
32 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður! Ég segi ekki meir.
Edda Agnarsdóttir, 28.5.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.