14.5.2007 | 10:19
Hann hætti þar en er byrjaður hér.
Enskir knattspyrnumenn luku keppni í úrvalsdeildinni nú um helgina. Mínir menn í Manchester City enduðu tímabilið í 14. sæti sem er sá árangur sem menn lögðu upp með í upphafi tímabils. Hef trú á því að menn girði sig í brók næsta vetur og sýni hvar Davíð keypti ölið.
Um leið og enskir luku sínu tímabili byrjaði boltinn að rúlla hér heima. Mínir menn í Þór hófu leiktíðina með því að etja kappi við lið ÍBV og var leikið í Eyjum. Eyjamönnum er spáð góðu gengi í sumar og spá sparkspekingar þeim í 2. sæti deildarinnar. Á sama tíma er mínum mönnum spáð ölu lakara gengi eða 8. sæti. Þórsarar mættu til leiks á sunnudag í Eyjum og gerðu 1 - 1 jafntefli við heimamenn sem verður að teljast bara ásættanlegt.
Chicago Bulls voru komnir undir gegn liði Detroit Pistons í úrslitakeppninni í NBA körfuboltanum. Þeir höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum þegar þeir tóku á móti þeim í nótt og unnu afar sanngjarnan 102 - 87 sigur á heimavelli. Greinilegt er að ,,gamli" risinn Bulls er að vakna aftur til lífsins og rifjast upp ,,gamlar" hatrammar viðureignir milli þessara liða á árum Jordans.
Að þessu sinni geri ég mörgum lesendum mínum þann greiða að blogga ekkert í dag um stjórnmál. Minnist ekkert á Júróvísion, punktur og basta.
Fróðleikur dagsins: Maður verðskuldar að kallast vitur á meðan hann leitar viskunnar. Um leið og hann heldur sig hafa höndlað hana er hann orðinn flón.30 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.