Leita í fréttum mbl.is

Hann hætti þar en er byrjaður hér.

Enskir knattspyrnumenn luku keppni í úrvalsdeildinni nú um helgina. Mínir menn í Manchester City enduðu tímabilið í 14. sæti sem er sá árangur sem menn lögðu upp með í upphafi tímabils. Hef trú á því að menn girði sig í brók næsta vetur og sýni hvar Davíð keypti ölið.

Um leið og enskir luku sínu tímabili byrjaði boltinn að rúlla hér heima. Mínir menn í Þór hófu leiktíðina með því að etja kappi við lið ÍBV og var leikið í Eyjum. Eyjamönnum er spáð góðu gengi í sumar og spá sparkspekingar þeim í 2. sæti deildarinnar. Á sama tíma er mínum mönnum spáð ölu lakara gengi eða 8. sæti. Þórsarar mættu til leiks á sunnudag í Eyjum og gerðu 1 - 1 jafntefli við heimamenn sem verður að teljast bara ásættanlegt.

Chicago Bulls voru komnir undir gegn liði Detroit Pistons í úrslitakeppninni í NBA körfuboltanum. Þeir höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum þegar þeir  tóku á móti þeim í nótt og unnu afar sanngjarnan 102 - 87 sigur á heimavelli. Greinilegt er að ,,gamli" risinn Bulls er að vakna aftur til lífsins og rifjast upp ,,gamlar" hatrammar viðureignir milli þessara liða á árum Jordans.

Að þessu sinni geri ég mörgum lesendum mínum þann greiða að blogga ekkert í dag um stjórnmál. Minnist ekkert á Júróvísion, punktur og basta.

Fróðleikur dagsins: Maður verðskuldar að kallast vitur á meðan hann leitar viskunnar. Um leið og hann heldur sig hafa höndlað hana er hann orðinn flón.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband