Leita í fréttum mbl.is

Það er hins vegar meir að marka Spaugstofuna heldur en Framsókn.

Það er í hvort teggja í senn dapurlegt og hlægilegt að hlusta á loforða auglýsingar Framsóknarflokksins þessa dagana. T.d. segir formaður flokksins það sé eðlilegt að samkynhneygðir njóti hina ýmsu mannréttinda á við annað fólk.... Ekkert Stopp, þeir vilja taka á og leiðrétta kjör öryrkja og aldraða... Ekkert Stopp. Þeir vilja hitt og þetta laga til hér og þar og Ekkert Stopp.

Það er ekki eins og Framsóknarflokkurinn hafi ekki haft næg tækifæri á því að laga þau mál sem þeir boða að eigi að redda strax að loknum kosningum -  eða hvað? Af hverju boða þeir mannréttindi (sem eru jú sjálfsögð) handa samkynhneygðum - hafa þeir ekki átt þess kost á langri stjórnarsetu? Það er ljóst að ekki geta þeir kennt stjórnarandstöðunni um það.

Hvað með örykjana og aldraða? þarf eitthvað að laga á þeim bænum? Eru þeir ekki búnir að stjórna heilbrigðisráðuneytinu lengur en elstu menn muna? Hvar voru þeir þegar öryrkjar þurftu að fara í mál við Íslenska ríkið til að reyna freista þess að þeir stæðu við gefin loforð? Ekki geta þeir kennst stjórnarandstöðuflokkunum um það?

Slag- og loforðaflaumur Framsóknarflokksins er líkari tilbúnum brandara sem gæti verið  ættaður úr frá Spaugstofunni, heldur en alvöru, munirinn á Framsókn og Spaugstofunni er bara sá að það er heilmikið að marka Spaugstofuna, en ekki Framsókn.

Kannski endurspeglast vilji fólksins í nýjustu skoðanakönnun Capasent þar sem framsókn er enn í einna % tölu, og auðvitað er það bara sanngjarnt, það á að dæma menn af verkum þeirra.

Fróðleikur dagsins: Er til nokkurt lyf við einmanaleik? Já. Það er til fyrsta flokks lyf, sem hefur skjót áhrif til bóta. Heimsæktu einmana fólk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá frændi ég bíð alltaf spennt eftir næstu bátaumsökn.  En ég bíð róleg fram yfir kosningar.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband