Leita í fréttum mbl.is

Að baki Bjarna stóð og stendur enn kona....

lokahof52Í gærkvöld hélt körfuknattleiksdeild Þórs lokahóf sitt í Hamri félagsheimili Þórs. Rétt um 100 manns sátu samkvæmið sem var allt hið skemmtilegasta. Var þetta lokhnykkur á annars frábærum vetri þar sem karlalið Þórs vann 1. deildina með miklum yfirburðum en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Voru ýmsar viðurkenningar veittar þeim sem þótt hafa staðið sig vel í hinum ýmsum störfum í þágu deildarinnar. Guðmundur Oddsson sem hefur verið afar áberandi í öllu starfi Þórs innan vallar sem utan fékk viðurkenningarskjöld frá félaginu. Gummi er að hætta körfuboltaiðkun enda er hann á leið erlendis í frekara nám. Mikið var um dýrðir á þessu glæsilega lokahófi, ýmis heimagerð skemmti atriði sem leikmenn meistaraflokka karla og kvenna sáu um að öllu leiti. Greifamenn sáu um að gestir kvöldsins fengju nægju sína í mat og reiddu þeir fram grillmat að hætti hússins. Maturinn var algerlega frábær og ber Greifanum einn og aftur gott vitni um þvílíkir snildar kokkar eru á þeirr snærum.  

lokahof14Bjarni Jónasson fyrsti formaður körfuknattleiksdeildar Þórs var veitt glæsileg viðurkenning fyrir það frumkvöðla starf sem hann vann í þágu körfuboltans hjá Þór. Bjarni Jónasson var formaður körfuknattleiksdeildar Þórs samfellt í 12 ár. Í máli Guðmundar kom fram að án hans og félaga hans sem komu svo myndarlega að uppbyggingu körfuboltans hjá Þór værum við án efa mun fátækari í dag. Sigfús Ólafur Helgason formaður Þórs þakkaði einnig Bjarna fyrir hans framlag til körfuboltans, en minnti viðstadda á að baki Bjarna stendur og hefur staðið kona sem gert hefur Bjarna kleyft að eyða öllum þeim tíma sem hann hefur eytt í þágu íþróttarinnar.

Einnig var íþróttafólkið sjálft verðlaunað fyrir afrek sín inná körfuboltavellinum. Í karlaflokki voru þeir Magnús Helgason og Helgi Hrafn Þorláksson valdir bestu leikmenn mfl. karla, Helgi Hrafn var kjörinn besti varnarmaðurinn og Birkir Heimisson var valinn besti ungi leikmaðurinn. Að lokum var Óðinn Ásgeirsson valinn mesta hrökkbrauðið (m.a. fyrir það að fá boltann í lærið eins og Einar Valbergsson komst að orði). Hjá konunum var mikilvægasti - og besti leikmaðurinn valin Linda Hreiðarsdóttir besti varnarmaðurinn Súsanna Karlsdóttir og þær Marta Jónsdóttir og Selma Kjartansdóttir voru valdar þær efnilegustu.

lokahof12Óvænta gesti bar að garði á lokahófið þar sem Bjarki Oddsson Þórsarinn knái sem spilaði með liði KR í vetur og varð með þeim Íslandsmeistari mætti á staðinn ásamt KR-ingunum Baldri Ólafssyni, og Skarphéðni Ingasyni mættu á svæðið öllum að óvörum. Var þeim félögum vel tekið og fór vel á með þeim og hinum glaðbeittu Þórsurum sem voru að skemmta sér og öðrum.

Í dag varð Valur Íslandsmeistari í handbolta karla. Innan þeirra raða er fyrrum leikmaður Þórs hinn knái Arnór Þór Gunnarsson sem lék með Þór þar til hann gekk til liðs við Val í haust sem leið. Óska ég Arnóri til hamingju með þennan áfanga.

Fróðleikur dagsins: Þú getur hlaupist á brott frá öllu, sem þú vilt, nema samvisku sjálfs þíns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Þetta var frábært kvöld - Valbergs og Pulsan fóru á kostum í yfirferð á eftirminnilegum leikmönnum

Gaman að sjá að uppaldir Þórsarar eru að raða inn Íslandsmeistaratitlum þessa dagana - vonadi stutt í að við förum að taka  titlana bara sjálf

Rúnar Haukur Ingimarsson, 22.4.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Rúnar þetta er allt að koma

Páll Jóhannesson, 23.4.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

21 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband