21.4.2007 | 16:06
Þórdís Gísladóttir maður vikunar hjá mér.
Fór á fyrirlestur hjá Þórdísi Gísladóttir í gær sem bar yfirskriftina ,,Hagrænt gildi Íþrótta á nútíma samfélag". Fyrirlesturinn er byggður á rannskóknum sem Þórdís gerði um hagrænt gildi íþrótta á nútímasamfélag. Í niðurstöðum Þórdísar staðfestist það sem við sem störfum í íþróttahreyfingunni höfum haldið svo lengi, lengi fram þ.e.a.s. að ,,öllu" því fé sem ríki og sveitarfélög leggja í þennan málaflokk er vel varið. Ætla ekki að skrifa meir um þennan fyrirlestur en bendi fólki á að hægt er að nálgast glærurnar af þessum fyrirlestri á heimasíðu Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands á www.isisport.is. Þá má lesa nánar um þetta á blogsíðu Sölmundar www.sollikalli.blog.is. Þórdís Gísladóttir er klárlega maður vikunar hjá mér.
Getraunastúss í Hamri í morgun eins og venja er til allflesta laugardaga. Mikið að gera í húsinu á mörgum vígstöðum. Stór hópur krakka frá Tindastóli voru í gistingu seinustu nætur vegna Andrésa Andar leikana sem fram fóru í Hlíðarfjalli. Umgengni þessara krakka og gott skipulag umsjónarmanna þeirra er og var hópnum þeirra til mikilla sóma. Eru þau einn eitt dæmið um hve gott starf er verið að vinna innan íþróttahreyfingarinnar. Þessi hópur gefur sem sagt þeim fámenna en háværa hópi fólks sem agnúast út í ,,fjáraustur,, sem það segir eiga sér stað hjá ríki og bæ í þennan málaflokk.
Þá voru mínir menn í Þór að spila í deildarbikarnum geng Egilstaðaliðinu Hött í dag. Lauk leiknum með öruggum sigri Þórs 5-1. Höttur ávann sér s.l. sumar rétt til þess að leika í annari deild ásamt Magna frá Grenivík Þór spilar aftur á móti í 1. deild, eins og kunnugt er. Í kvöld er svo lokahóf körfuknattleiksdeildar Þórs og þar lætur maður sig sko ekki vanta frekar en venja er til. Lokahófin hjá deildinni eru venjulega hin besta skemmtun og ber þeirri deild góðan vitnisburð um gott skipulag og mikla virðingu sem menn bera hver fyrir öðrum.
Þá gerðu mínir menn í Manchester City 1-1 jafntefli gegn liði Watford á útivelli í enskaboltanum. Watford berst fyrir lífi sínu og varð að vinna leikinn til þess að eyja von um að halda sér í deild þeirra bestu. Aftur á móti siglir Man City nokkuð lignan sjó eftir brösugt gengi fyrr í vetur og eru um miðja deild. Manchester City er eitt þeirra liða sem auðmenn hafa mikinn áhuga á að kaupa og vekur það upp spurningar hjá manni hvort það sé góð þróun að auðmenn sem hafa miskmikinn áhuga á knattspyrnu heldur reka liðin á hreinum gróðra sjónarmiðum. En ef litið er til Man. Utd. , Chelsea og fleiri liða þá virðist þetta samt sem áður haldast í hendur árangur og miklir peningar, svo aldrei að vita nema þetta sé bara í góðu lagi.
Fróðleikur dagsins: Ráðið til þess að eignast vin er að vera vinur.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.