Leita í fréttum mbl.is

Misgáfulegir sjálfskipaðir stjórnmálaspekingar - hvað hefur klikkað.....?

Misgáfulegir sjálfskipaðir stjórnmálaspekingar hamast við það að greina stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir formann Samfylkingarinnar. Einn slíkur misgáfaður segir m.a. ,,Ingibjörg Sólrún í vanda - hvað hefur klikkað?". Þar vísar viðkomandi í skoðanakönnun Capacent þar sem kemur fram að Ingibjörg njóti ekki traust meðal stuðningsmanna annarra stjórnmálaflokka. Viðkomandi spekingur fullyrðir að engin geti dregið hans skýringu í efa á nokkurn hátt og klíkkir út með því að segja ,,Staðan er mjög einföld og þeir væru ekki veglegir stjórnmálaskýrendurnir sem myndu ekki meta stöðuna svona".

Það er vægast sagt afar athyglivert þegar menn snúa hlutunum svo rækilega á hvolf með því að líta svo á að það sé merki um veika stöðu Ingibjargar og Samfylkingarinnar í heild að andstæðingar flokksins og formannsins beri ekki fullt traust til hennar. Auðvitað bera andstæðingar Ingjbjargar og Samfylkingarinnar ekki fullt traust til hennar sem er eðilileg í ljósi þess að hún er raunveruleg ógn, því það er hún svo sannarlega. Að sama skapi lít ég á forystumenn stjórnarflokkana sem ógn við mig sem þjóðfélagsþegn. Ég væri fullkomlega brjálaður ef ég liti ekki svo á hlutina. Þeir hafa með fullkomlega óábyrgri stjórn kastað frá okkur öllu því sem kallast stöðugleiki í þessu þjóðfélagi og ekkert bendir til þess að annað verði uppi á tengingunum ef þeir halda velli að kosningum liðnum.  Þess vegna myndi ég gefa Geir (horfna) og Jóni Sig falleinkun ef ég yrði svo heppinn að komast í slíkt úrtak hjá Capacent þar sem ég væri beðin að leggja mat á formenn stjórnmálaflokkanna, nema hvað?.

Það sem skiptir höfuðmáli er sú staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtur fulls traust innan raða Samfylkingarinnar jafn hjá konu sem körlum. Fagra Ísland, Unga Ísland og Nýja atvinnulíf eru skýr dæmi um metnaðarfulla framtíðarsýn og skynsemi í stjórnun á landi voru er það sem mun koma ríkisrekstri á réttann kjöl aftur eftir 12. mai þegar Samfylkingin kemst í ríkisstjórn. Þetta er það sem skiptir máli en ekki hvað stuðningsmönnum stjórnarflokkana finnst um formanninn okkar.

Og mun ég að lokum gera fullyrðingu ónefnds að mínum og segi ,,Staðan er mjög einföld og þeir væru ekki veglegir stjórnmálaskýrendurnir sem myndu ekki meta stöðuna svona".

Manchester-CityVerð í lokin má ég til með að minnast á það að mínir menn í Manchester City unni mikilvægan sigur á Fulham á útivelli  1-3. Þar með er liiðið komið með 40 stig og er nú um miðja deild og vonandi búið að hrista falldrauginn endanlega af sér.

Fróðleikur dagsins: Margur gerir ráð fyrir þeim degi sem aldrei kemur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Framtíðarsýn Ingibjargar er nú ekkert sérlega spennandi og það er hennar helsti vandi.  Svo vantar Davíð sem þjappaði fólki bakvið bakið á henni.  Enginn Davíð=minna fylgi.

Fyrir hvað stendur Samfylkingin? Álver, ESB, Evru, gjafakvóta, hærri skatta, strætó fyrir alla, þjónustugjöld.

Ingibjörg þarf að brosa meira og vera jákvæðari.  En því miður er hún ekki sú týpa.  Össur gæti virkað eða Árni Páll.

Björn Heiðdal, 9.4.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Bendi þér á að lesa Fagra Ísland - Unga Ísland sem og Nýja atvinnulíf, og áherslur Samfylkingarinnar í málefnum öryrkja- og aldraða þá sérðu framtíðin er björt ef Samfylkingin með Ingibjörgu í broddi fylkingar kæmist til valda og yrði afar góður kostur fyrir framtíð Íslands.

Mikið brosti nú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fallega trek í trek í sjónvarpinu í kvöld .... tókst þú ekki eftir því? líttu í kringum þig maður - sjáðu allt brosið  

Páll Jóhannesson, 9.4.2007 kl. 21:27

3 identicon

Vil bara setja inn athugasemd vegna síðari bloggfærslu.  Hef ekkert um þessa að segja.  Sammála þér með Akureynna að það mætti viðhalda henni betur.  En engin tímir að borga. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæl frænka! Jú þetta er rétt hjá þér engin tímir að borga því miður. En alla vega á ég minn minnisvarða. Og það sem meira er að ég á hlýjar minningar frá þeim tíma þegar ég var þess heiðurs aðnjótnandi að vera með Hauk Runólfs og pabba þínum samtíða til sjós. Tveir mætir menn sem ég bera MIKLA

Páll Jóhannesson, 11.4.2007 kl. 11:11

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Eitthvað klikkaði seinasta málsgreinin í svari mínu í restina vantaði að ég segði ,,Tveir mætir menn sem ég ber mikla virðingu fyrir".

Páll Jóhannesson, 11.4.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband