1.4.2007 | 12:07
Kýrauga Rannveigar.
Vinir Hafnarfjarðar sem eru á móti stækkun álversins í Straumsvík báru sigurorð á andstæðingum sínum í bráðabana í gær, en ljóst er að ekki mátti það tæpara standa. Það vakti hins vegar athygli mína að heyra forstjóra Alcan Rannveigu Rist kvarta undan því að fjölmiðlar hafi ekki gætt nægilegs hlutleysis í kosningabaráttunni? Greinilegt að sjónarhorn Rannveigar forstjóra Alcan er afar þröngt - líkast því að horft sé út um kýrauga. Hvað sem öllu líður þá er ég þakklátur Hafnfirðingum að hafa sagt nei og gert þjóðinni þann greiða að leggja sín lóð á vogaskálarna gegn gengdarlausri stóriðjustefnu stjórnvalda.
Mikið að gera í gær á fleiri stöðum en í Hafnarfirði. Hér á Akureyri opnaði Samfylkingin kosningaskrifstofu í Lárusarhúsi. Mikið fjölmenni mætti á opnunina og greinilegt er að mikill hugur er í jafnaðarmönnum hér í kjördæminu okkar þ.e. norðaustur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður mætti á svæðið og hélt fína og hnitmiðaða ræðu og brýndi vopnin.
Getraunastúss í Hamri eins og venja er til alla laugardaga. Horfði á Liverpool - Arsenal með öðru auganu (Þó ekki kýrauganu) sem sýndur var beint á stórum skjá í Hamri. Þar náðu ,,poolararnir" fram hefndum enda höfðu Arsenal farið illa með þá í þremur viðureignum fyrr í vetur. Fengu strákarnir úr bítlabænum uppreisn æru sinnar.
Mínir menn í Manchester City er á öruggri leið upp stigatöfluna eftir dapurt gengi á undaförnum vikum. Í gær heimsóttu þeir lið Newcastle og lögðu þá með marki gegn engu. Liðið situr nú í 13. sæti með 36 stig. Er þetta annar sigurleikurinn í röð og liðið að u.þ.b. að komast af bráðasta hættusvæðinu. Næsti leikur þeirra verður á heimavelli gegn Hermanni Hreiðarsyni og félögum í Charlton þann 6. apríl.
Fróðleikur dagsins: Ungir til dáða, gamlir til ráða.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.