29.3.2007 | 21:46
Hann skar mig helvískur.....
Samfylkingin kynnti í dag aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Ég skora á fólk að kynna sér þetta vel og vandlega. Þetta er enn eitt merki um metnaðarfulla stefnu Samfylkingarinnar þar sem fólk er sett í öndvegi.
Las frétt þess efnis að George W. Bush, Bandaríkjaforseti hafi brugðið sér í hlutverk skemmtikrafts í árlegum kvöldverði samtaka fréttamanna í Washington í gærkvöldi. Verð að viðurkenna að mér hefur fundist hann stjórna landi sínum eins og skemmtikraftur fremur en ábyrgðarfullur stjórnmálamaður.
Hef rifist af og til við mann sem ekur flutningabíl. Hann heldur því fram að allir stórir flutningabílar séu innsiglaðir þannig að þeir komist ekki upp fyrir 80 eða 90 km. Gerði tilraun í gær. Ók út Kræklingahlíðina fann stórann flutningabíl með tengivagn. Ók fram úr honum á rúmlega 105 km. þegar forskotið var orðið c.a. 300 metrar hægði ég ferðina niður í 90 og hélt þeim hraða. Á örskömmum tíma náði flutningabílinn mér og skar mig, djéskotinn danskur.
Gaf aftur í Skódann, elti uppi trukkinn hið snarasta og skar´ann á 105-110 km. Náði svipuðu forskoti aftur þ.e. c.a 300 metra. Beið þar til við vorum á góðum stað í Hörgárdalnum og hægði ferðina og stillti mig af á 100. Og viti menn hann náði mér fljótt, þó ekki eins hratt og í fyrra skiptið og skar mig helvískur, með látum. Greinilegt að farið var að þykkna á ökumanni flutningabílsins því hann þeytti lúðra með miklum látum þegar hann skar mig og Skódann.
Ég er farin að halda að annað hvort sé helv... hraðamælirinn í Skódanum snarvitlaus eða flutningabílstjórinn sem ég þrasa stundum við um þennan hraðakstur stórra bíla. En alla vega trúi ég því mátulega að ALLIR þessir stóru bílar séu læstir á ákveðin hraða.
Morgundagurinn hefst svo að venju á morgunkaffi í Hamri félagsheimili Þórs þar sem ég og félagar mínir í kaffiklúbbnum hittumst alla föstudaga þar sem við tökum á hinum ýmsu vandamálum þjóðlífsins og leysum þau í eitt skipti fyrir öll. Þessi hópur hefur hist á hverjum föstudagsmorgni í 12-13 ár. Þarna hittast iðnaðarmenn, skrifstofukarlar, miðlar, löggilt gamalmenni og öryrkjar, framkvæmdastjórar og formenn og forstöðumenn, bókarar, þjálfarar, ökukennarar, húsverðir, kennarar, tipparar og svo mætti lengi, lengi telja.
Fróðleikur dagsins: Svo auðugur er enginn, að hann geti keypt sér fortíðina aftur.33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér með þessa trukka, þeir eru sko ekki á 90 og hvenrig er það meiga þeir ekki bara aka á 80 með tengivagn ?
EN hvað sem því líður þá eru þeir ansi margir á rúmlega 100, sannreyndi það núna þegar ég kom að sunnan á sunnudagsnóttina, þá dró póstbíllinn ( með tengivagn ) mig uppi og ég var á 100 og hann fór fram úr mér og hvarf. Giska á að hann hafi verið að milli 110 og 120.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.3.2007 kl. 23:18
Ég giska á að hinn landsþekkti eyfirski blær hafi verið með trukkaranum en ekki móti. Skódinn er pottþétt með réttan mæli, enda gæðaframleiðsla sem hefur margrassskellt sér "æðri" systkini, Passat og Golf, hvað varðar bilanatíðni
Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:32
Já vist er Skódinn búinn að sanna ágæti sitt og innst inni efaðist ég aldrei um hraðamælinn í þeirri gæðakerru.
Páll Jóhannesson, 30.3.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.