6.3.2007 | 16:51
Að tolla í tísku - komin á blog.is.
Eftir mikið japl og jamm og fuður lét ég loks til leiðast og stofnaði mitt eigið blogg hér á blog.is þar sem engin virðist vera með mönnum nema koma sér hér inn.
Enn halda vandræðin áfram hjá Eggert Magnússyni og félögum sem gerðust svo djarfir að kaupa enska knattspyrnuliðið West Ham City. Ég verð að játa að ég dáðist að fífldirfsku hans að ráðast í að kaupa þetta félag, nú er ég eiginlega farin að vorkenna karlinum, svo ekki sé nú fastara að orði kveðið.
Loksins, loksins segja sumir virðast Framsóknarmenn vera að fá nóg af ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðismenn. Hriktir í stoðum samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðis vegna ákvæði um að fiskurinn í sjónum skuli vera bundið í Stjórnarskrá Íslands sem eign þjóðarinnar. Ekki er hægt annað en vorkenna Framsóknarmönnum fyrir það að þeir hafi þurft öll þessi ár til að átta sig á þeim mistökum að binda trúss sitt við þennan stjórnmálaflokk svo lengi og leyfa þeim að taka sig í .. án þess að hreyfa mótmælum. Ekki geta þeir sagt að engin hafi varað þá við, eða hvað?
En sem betur fer hefur stjórnarandstaðan boðið Framsóknarmönnum liðsinni til þess að bjarga þessum málum. Ég tel að nú sé nóg komið og binda verði endi á að útgerðarmenn geti ráðstafað óveiddum fiski í sjónum að eigin vild. Stjórnleysi í fiskveiðum hefur því sem næst lagt heilu byggðarlögin í eyði. Vestfirðingar hafa þó einna helst blætt hvað mest, og það sem er sorglegast við það er að Vestfirðingar búa landsfræðilega best allra til þess að stunda fiskveiðar, og hana nú.
Nú er allt útlit fyrir að Ómar Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir ætli að fara af stað með enn eitt framboðið. Þá er víst ekki loku fyrir það skotið að öryrkjar og aldraðir fari af stað með álíka framboð. Er þetta örugg leið til þess að frysta málum öryrkja og aldraða. Varla gerir nokkur maður ráð fyrir því að t.d. einn fulltrúi öryrkja og aldraða komi málefnum þeirra í gegn á þingi? Ég segi enn og aftur öll svona sérframboð eru til þess eins fallin að gera stjórnarmyndun eftir kosningar enn erfiðari. Hefði verið gáfulegra hjá öryrkjum og öldruðum (að Ómari meðtöldum) að flykkja sér að baki einhvers eins framboðs og þannig láta rödd sína hljóma og hugsanlega koma málefnum á framfæri.
Minni á súpufund Íþróttafélagsins Þórs, Greifans og Vífilfells á morgun í Hamri þar sem þau Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sitja fyrir svörum. Þema fundarins verður; Íþróttir á Akureyri, staðan og framtíðarsýn. Af þessu tilefni set ég inn eina mynd af Viðari Sigurjónssyni sem hefur verið fundarstjóri á þessum fundum til þessa og stýrt þeim að miklum myndarbrag eins og honum einum er lagið.
Fróðleikur dagsins: Enginn er karlmenni, sem segir ekki satt. Öll lygi er bleyðiskapur.
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sértu velkominn í bloggheiminn Palli, fínt að hafa frambjóðandann hér;-)
Lára Stefánsdóttir, 6.3.2007 kl. 17:43
Æi þakka þér fyrir. Er búinn að blogga lengi á blog.central.is og ákvað að prufa hér.
Páll Jóhannesson, 6.3.2007 kl. 17:49
Gamann að "sjá" Pallann hérna - ansi sniðugt samfélag hérna og miklu hraðvirkara viðmót en gamla "heimilið"
Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.3.2007 kl. 22:04
ég er mjög vonsvikinn að hafa gripið flenskuskítinn. Ég hefði viljað vera á þessum súpufundi, það er á hreinu. Ég hlakka til að hitta þig og fá fregnir af fundinum.
kv.
Sveinn Arnarsson, 7.3.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.