Leita í fréttum mbl.is

Að leika við hvurn sinn fingur

Það er óhætt að segja að það sé vor í lofti og hugur manns er komin á þvílíkt flug og kannski er hugurinn um þessar mundir líkt og sagt er um kýrnar blessaðar á vorin ,,leikur við hvurn sinn fingur".  Já blessað vorið er komið.  Þó skiptist á skin og skúrum eins og gengur og gerist. Það eru jú páskar og það getur þýtt eitt og annað, annað en bara hátíðin ein og sér. Páskahret t.d. Hvað sem því líður hret mikið eða lítið þannig er það bara og þýðir ekkert að vera væla og grenja fyrir því.

Páskarnir bera upp á þeim tíma í ár að þeir eru og verða minnst að hluta til fyrir það að marka ákveðin skil milli vetrar og sumars. Nú þegar þeim er u.þ.b. að ljúka marka þeir þau tímamót að upplestur er hafinn hjá skólafólki vegna vorprófa, aðeins vika í að fótboltavertíðin hefjist fyrir alvöru. Það markar jú tímamót hjá mínu ástkæra íþróttafélagi þar sem karlaliðið leikur nú á ný í efstu deild. Sannarlega ánægjulegt. Já sem sagt báðir meistaraflokkar félagsins þ.e. karla og kvenna í efstu deild. Rúsínan í pylsuendanum er jú að stelpurnar leika í Meistaradeild Evrópu í ár afar skemmtilegt.

Við hér norðan heiða fáum okkar fyrstu heimaleiki á Þórsvöllinn 11. maí og má fullvíst telja að þá verði völlurinn orðin iðagrænn og fallegur og tilbúinn í átök sumarsins. Völlurinn er jú upphitaður og hita var hleypt á kerfið mánudaginn 4. apríl. Talandi um tímamót þá bar það til tíðinda að 18. apríl var borin áburður á völlinn og telja menn að svo snemma hafi aldrei verið borið á knattspyrnuvöll á Akureyri.

Eins og vanalega enda ég svo þetta blogg á smá myndasyrpu og læt skýringar fylgja með þar sem þess er þörf.

1. hita 2011 

Svona leit Þórsvöllurinn út 4. apríl þegar hita var hleypt á 

Fyrsti áburður 2011

Hér má sjá Sigurbörn Viðarsson vallarstarfsmann og fyrrum knattspyrnumann, stór Þórsara og City mann bera á völlinn 18. apríl

20. april

Svona lítur völlurinn út í dag 25. apríl og 17 dagar í fyrsta heimaleik

Elín splitt

Sjáið þetta....

MBJ splitt

og þetta....

MBJ splitt 1

Þótt mig kannski langi til að prufa þá er ég trúlega orðin og gamall fyrir þess konar.... kannski vegna þessa..........

Palli Átvagl

Átvagl.....

Kalkúnn

Já blessuðum páskunum fylgir ........... matur í miklum mæli Kalkúnn í boði Döggu og Jóa

Terta

Alvöru terta í boði Döggu

Dagga og Jói

Hugsi....

Elín átvagl

Já sæll.... hægan, hægan

Brugðið á leik

Brugðið á leik..........

Átök

Já menn geta lent í átökum við matinn...

Töffari

Töffari

Prakkarar

Prakkarasvipur á Sölla og Margréti Birtu

vinkonur

Ásthildur og Sædís

Vor 2011

Fallegt veður á Akureyri í dag 25. apríl

Fáni

Blessaður þjóðfáninn okkar alltaf jafn fallegur.

Endum þetta á einum málshætti sem poppaði upp hér í Drekagilinu og hljóðar svo

Betra er autt rúm en illa skipað

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband