29.1.2011 | 16:34
Fáránlegir öfgar allstaðar nema í pólitíkinni - Myndablogg
Það er óhætt að segja að það séu öfgar í öllu hvert sem litið er, nema kannski í pólitíkinni - dramað þar eru engir öfgar, bara sama tuggan, þrasið, bullið og steypan. Í síðasta pistli sagði ég ykkur frá muninum á veðurfari og snjóalögum í höfuðþorpi Íslands sem kennt er við reyk og vík annars vegar og hins vegar í höfuðþorpi norðan heiða sem kennt er við akur og eyri. Við norðanmenn sem búum á Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs eins og Steindór Steindórsson frá hlöðum kallaði bæinn okkar höfum stært okkur af miklum snjó í vetur. Blessaður snjórinn var og er himnasending í orðsins fyllstu merkingu þess orðs þar sem himnafaðirinn var svo gjöfull á enda skapar snjórinn víða mikla vinnu, svo ljóst er að pólitíkin á enga hlut þar að máli.
Hvað um það. Ég hóf pistilinn á því að segja að það séu öfgar hvert sem litið er. Fyrir minna en hálfum mánuði var allt á kafi í snjó hér nyrðra, eða þannig. En á síðustu dögum og eins og hendi væri veifað er nánast allur snjór á bak og burt. Aðeins snjóskaflar sem menn ýttu upp þegar þeir voru að losa sig við snjóinn af götum bæjarins og bílaplönum. Þetta með blessaðan snjóinn minnir talsvert á peninga. Það getur verið strembið að safna, en ansi fljótt að hverfa þegar hafist er handa við slíkt.
Langar til að fara með ykkur í smá rúnt um bæinn og sýna ykkur myndir sem ég tók fyrir c.a. hálfum mánuði þegar nóg var af snjó og enda svo myndarúntinn á mynd sem ég tók á hlaðinu hér heima í dag og bera það saman við mynd sem tekin var þegar allt lék í mesta snjó.
Hér má sjá Brekkuskóla efst á mynd sem áður hét Gagnfræðaskóli Akureyrar. Þar fyrir neðan er gamla kartöflugeymslan sem Logi Már Einarsson arkitekt breytti og notaði sem vinnustofu. Síðar keypti Óli G. myndlistamaður hana og átti en þegar hann lést fyrir nokkrum dögum, blessuð sé minning hans.
Rósenborg - áður Barnaskóli Akureyrar fallegt og reisulegt hús. Nú er þar ýmisleg starfsemi á vegum Akureyrarbæjar t.d. félagsmiðstöð, punkturinn og margt fleira.
Litli sjómaðurinn - þessi litla stytta var áður fyrir framan gamla Búnaðarbankann við Geislagötu en er nú við menningarhúsið Hof.
Horft í átt að Oddeyrartanga. Myndin er tekin á Torfunefsbryggju. Fallegt, ekki satt?
Myndin er tekin neðst úr Strandgötunni horft yfir hluta miðbæjarins og brekkunnar, Súlur skarta sýnu fegursta.
Mynd þessi er tekin frá bryggjunni neðan við gömlu skipasmíðastöðvar KEA og horft til suðurs. Stilla og frost - fallegt og skemmtilegt myndefni.
Þessi mynd er tekin af sama stað og sú hér að ofan. Horft til norðurs. Rétt grillir í Svalbarðseyri og Kaldbak.
Snúum okkur að snjóleysinu. Svona leit Hlíðarfjall úr um miðja vikuna
Mynd þessi er tekin rétt við gatnamótin þar sem vegurinn upp í Fálkafell er. Horft er til norðurs yfir Glerárþorp og Kaldbakur lengst á myndinni til norðurs. Eins og sjá má er lítið um snjó
Þessi mynd er tekin skammt frá aðsetri Vegagerðarinnar og ofan við Möl og sand. Eins og sjá má frekar lítið um snjó. Á myndinni er ein fjölmargra brúa sem liggja yfir Glerá en þessi er eingöngu ætluð hestamönnum.
Í dag 30. janúar lítur þetta svona út á planinu heima í Drekagilinu en.....
já svona var útlitið fyrir ríflega hálfum mánuði, meðan allt lék í snjólyndi.
Hvað sem því líður, gengur lífið sinn vanagang og ef að líkum lætur mun blessuð pólitíkin ekki koma á óvart á næstunni frekar en veðrið. Það er nú bara rétt að koma mánaðarmót jan/feb og aldrei að vita nema blessaður veðurguðinn eigi eftir að gleðja okkur með hreti einu eða tveimur með sunnan hlýindum í bland og subbulegu veðri, hver veit.
Nóg um það og þangað til næst smá fróðleikur.
Já pæling dagsins: Ef við hjálpum ekki hvert öðru, hver gerir það þá?
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir hjá þér
Hrönn Jóhannesdóttir, 3.2.2011 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.