Leita í fréttum mbl.is

Það þarf ekki að færa til klukkuna, en skoðum dagatalið......

Í byrjun árs gekk til mín maður og sagði ,,Palli er Reykjavík á sama landi og Akureyri?, dísess" Þessi ungi maður er Reykvíkingur, sem stunda nám við Háskólann á Akureyri og var nýkomin til Akureyrar eftir jólafrí. Borgin er snjólaus með öllu en nægur snjór á Akureyri. Mér fannst þessi spurning hjá honum einkar athygliverð. Ég reyndar ávallt vitað að þessir smábæir tveir norður í landi kenndir við eld og ís. En þar sem leið mín lá suður í höfuðból íslenskra ákvað ég að gera vísindalega úttekt á þessu. Meðferðis var myndavélin góða, aðstoðarmaður sem hefur háskólagráðu upp á vasann ásamt öðru smávægilegu sem er nauðsýnlegt hér norður á hjara veraldar, og í Reykjavík. Úlpa, vettlingar, góðir gönguskór og fl.

Þegar lagt var upp í ferðina má segja að á Akureyri sé nægur snjór og þykir mörgum nóg um. Myndadæmi mynd tekin heima í hlaði í Drekagilinu. Reyndar var myndin tekin við heimkomu en hafa ber í huga að nánast ekkert snjóaði í fjarveru minni.

Snjór

Nú við feðgar (Sölmundur aðstoðarmaður) tókum strax eftir því að snjó tók að minnka þegar komið var í Öxnadalinn. Eftir því sem sunnar dróg fór þessi hvíta mjöll minnkandi og þegar komið var í Skerjafjörðinn sáust engin merki um snjó. Það kann reyndar að hafa blekkt okkur að við komum í höfuðbólið um kvöld svo skyggni var ekki gott. En alltjent allar götur auðar og engan snjó að finna. Undarleg um hávetur. Gat verið að Benni hefði eitthvað til síns máls?

Á laugardeginum rúntaði ég vítt og breytt um bæjarland Reykjavíkur og viti menn snjó eða merki um vetur hvergi að sjá. Ja kannski smá niður við tjörnina þar sem hún er ísilögð að hluta og blessaðir fuglarnir njóta þess að geta gert eins og jesús forðum daga, þeir gengu á vatninu. Reyndar opinberaði ísinn dapurlega staðreynd. Mikið rusl og drasl eftir skotglaða bæjarbúa sem ekki hirða um að hreinsa upp eftir sig. Það er reyndar dapurlegt því ekki gerir trúðurinn í bæjarstjórninni ásamt fylgdarliði. Það er nú önnur ella. 

Skoðum myndir af Tjarnarrúnti mínum 

Tjarnarrúntur

Fríkirkjan

Tjarnarrúntur 1

Já tjörnin skartaði sínu fegursta eða allt að því, umhverfið fjarska fallegt og því um að gera beita myndavélinni þannig að ruslið sjáist ekki. 

Eftir að hafa farið út að Gróttuvita farið vítt og breytt um hafnarsvæðið 101 svo dæmi séu tekin sá ég ekki önnur merki um vetur. Ég ákvað að taka smá labb eftir Laugarveginum upp að hluta og niður til baka. Þar sem ég labbaði eftir Laugarveginum tók ég eftir því að nærri þriðji hver bíll sem ók eftir götunni var ýmist fjórhjóladrifs fólksbíll, jepplingur, jeppi eða breyttir jeppar í fjallaskrímsli. Og það sem meira er mér  fannst eins og fimmti hver bíll sem ég horfði á og hlustaði eftir væri á nagladekkjum. Það er skrítið við þessar aðstæður. Dæmi um þetta mynd af einum sem fengið hefur upplyftingu hjá eiganda sínum. Reyndar var myndin tekin á bílastæði við Kringluna og það á efri hæð og auðvitað hætta menn sér ekki hátt upp nema á  vel útbúnum bílum.

Fjallabíll

Bæjarbúar í Reykjavík vilja jú auðvitað upplifa vetur á einhvern hátt. Þeir reyna eitt og annað til að minna sig hvaða árstíð er. Á Laugarveginum rakst ég á þessa uppstillingu fyrir framan eitt húsið. Ísbirnir, nema hvað þeir búa víst á norðlægum slóðum. Og ef vel er rýnt í myndina sést að innan við glugga þar er stillt upp líkan af Hreindýri.

Hreindýr

Já ekki nokkur merki um snjó. Þó ekki alveg því þegar ég var niður við höfn og leit til fjalla er ég ekki frá því að það hafi grillt örlítið í snjó í hlíðum Esjunnar, Akrafjalls og fl. ekki mikið bara svona smá. Þetta minnir pínulítið á haustin í Eyjafirðinum. Hvað sem því liður þá breyttist ekki í ferð minni suður ég vissi og veit enn að höfuðból okkar Íslendinga er á sama landi og Akureyri. En niðurstaða mín Reykjavík er ekki á sama tímabelti og Akureyri, alveg klárlega. Ekki þarf þó fólkið að færa til klukkuna  því tíminn á klukkuskífunni er sá sami. En það þarf að færa dagatalið aftur um a.m.k. 3 - 4 mánuði. 

Sem sagt lokaniður staðan er þessi Reykjavík er 3-4 mánuðum á eftir þótt klukkan sé eins. Eða það lítur út fyrir það eins og staðan er í dag. Þetta er ágætt. Nægur snjór á Akureyri en engin snjór syðra hvorki í byggð eða til fjalla þýðir aðeins eitt. Borgarbúar halda áfram að hópast norður til að geta stundað skíði og aðrar vetraríþróttir. Atvinnuskapandi. Jibbí, allir græða. 

Þangað til næst. ,,Bæjarstjórinn segir´að moka verði meiri snjó"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband