8.1.2011 | 16:33
Pappakassar hér og hvar
Það hefur víst ekki farið fram hjá nokkrum manni hér á Akureyri að snjó hefur kyngt niður sem aldrei fyrr. Þetta ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart. Við búum jú á norðlægum slóðum og eigum að taka smá stórhríð og norðan hreti sem heimsins eðlilegasta hlut. Við Íslendingar erum fljótir að gera grín af þjóðum þar sem allt fer á endann þegar snjóar, þá sjaldan sem það gerist, sumstaðar. Við ættum kannski að hlægja aðeins minna og hafa máltækið góða hugfast ,,sá hlær best sem síðast hlær". Sem sagt þegar hretið gekk yfir í gær ætlaði allt um koll að keyra. Fólk lét eins og himin og jörð væri að farast.
Ég hafði lúmskt gaman af þessu öllu. Æddi út á slyddu jeppanum, festi hann, lét draga mig út úr skafli mokaði mig næstum til dauða hér heima við til að bréfberar og blaðburðarfólk og sorphirðuVerkfræðingar komist klakklaust heim að tunnu og bréfalúgu.
Þar sem ég mokaði í gríð og erg eins og engin væri morgundagurinn með bros á vör birtist þá ekki kunningi minn hann ,,Granni". Hvaða helvítis skítaglott er á andlitinu á þér, það mætti halda mann fjandi að þú hafir gaman af þessu ástandi. Hefur þú pælt í því hvað þetta veldur mörgum vanda. Börnin komast ekki skólann, ég þarf að labba út í búð, moka upp bílinn og hvað heldur þú svo að þetta kosti bæjarfélagið í snjómokstri bla,bla,bla,bla......... svo þegar hann loksins stoppaði greip ég inní og sagði.
Ég elska þetta ástand. Fjallið fyllist af snjó, fínt fyrir ferðamennskuna. Ég fæ útrás við að moka og hreinsa snjóinn frá húsinu mínu, hef engar áhyggjur af því hvort börnin komast í skóla eða ekki. Og hvað viðkemur bænum þá er þetta dásamlegt, pældu í því hvað þetta er atvinnuskapandi, fyrst stjórnvöld og bæjaryfirvöld geta ekki gert neitt af viti þá grípur almættið inní og sendir okkur snjó og Finnur og félagar sem eru að brasa í vélskóflu bransanum fá næga atvinnu, já ég elska þetta. Heyrðu annars má ég taka eina mynd af þér fyrir framan stóra snjóskaflinn á bílaplaninu spurði ég, ég skýst inn og næ í vélina og ég rauk af stað. Þegar ég kom út aftur var granni á bak og burt. Já hann er fýlupoki, og það læðist að mér sá grunur að hann sé týpískur pappakassi.
Mynd tekin út um útidyrnar í Drekagilinu í gær föstudag
Svona leit þetta út í dag laugardag
Skrapp svo á smá rúnt og smellti af nokkrum myndum og hér eru tvær ágætar sýna að það er vetrarlegt um að lítast í bænum okkar
Myndi er tekin inn við Höfner og horft til norðurs
Eins og sjá má skartar Samkomuhúsið sínu fegursta, nema hvað, fallegt hús á frábærum stað.
Má til með að segja´ykkur frá því að í gærkvöld fórum við í mat til Döggu og Jóa og snæddum hjá þeim heimsins besta plokkfisk með heimabökuðu rúgbrauði. Ég segi nú bara eins og Ólafur Ragnars ,, Já sæll eigum við að ræða þetta eitthvað nánar?".
Þangað til næst
Lífið er ekki bara saltfiskur... líka plokkari
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir hjá þér og njóttu þess að hafa snjóinn og geta leikið þér Það er gaman að geta horft á björtu hliðarnar Bíð spennt eftir vorinu hérna megin hafið það gott kveðja frá suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 9.1.2011 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.