23.12.2010 | 10:25
Jóla- og myndablogg
Jólin eru nánast gengin í garð enn eitt árið, já á sama tíma og venjulega. Fyrir þessi jól var ég staðráðin í að vera tímanlega í öllu og njóta aðventunnar til hins ýtrasta. Enn eitt árið var eitt og annað sem ég geri á síðustu stundu. Það er bara allt í lagi. Jólin koma hvort sem er. Oft er sagt að maðurinn óski þess heitast að sjá drauma sína sem aldrei rættust í gegnum börnin sín. Það er nokkuð til í því. Um liðna helgi setti Sædís Ólöf sem er yngsta barnið mitt upp hvíta kollinn þegar útskrifaðist sem stúdent frá Verkmenntaskólanum. Hef ég þá horft á öll börnin mín þrjú ljúka þessum áfanga sem ég hafði ekki metnað til að gera sjálfur.
Útskriftin fór fram í hinu nýja og glæsilega menningarhúsi okkar Akureyringa Hof og var athöfnin sérlega flott. Ekki minnkaði stolt mitt sem föður við þessa athöfn þegar ég horfði á dótturina og frænku hennar flytja tónlistaratriði. Sædís spilaði á gítar og Dagný frænka hennar söng. Mjög flott hjá þeim. Þegar þær stigu á svið og rúlluðu upp tveimur lögum þá fékk ég gæsahúð af stolti og geðshræringu. Þessi dagur var í raun margföld ánægja því þennan sama dag var Elín Alma sem er næst elsta barnabarnið 9 ára og því tvöföld veisla. Er þetta í annað sinn sem slíkt gerist því Sölmundur varð stúdent árið á þessum sama degi árið 1994. Skemmtilegt ekki satt?
Í gær, eða fyrra dag eða daginn þar áður eða.... skiptir ekki öllu. Við feðgar sem erum hefðbundnir karlmenn og erum kannski ekki sá mest upprifnir við að skunda milli verslana pælandi í gjöfum með bros á vör. En samt á ferðinni. Talsverður snjór er í bænum og vetur konungur er svo sannarlega við völd án þess að ég sé að kvarta, hann á jú að vera við völd á þessum árstíma og nýta sér það. Þar sem við feðgar renndum milli bæjarhluta leita að hinu og þessu (sem verður eðlilega ekki gefið upp hér hvað var) kom upp þessi pæling þegar við þurftum að verka snjóinn af bílnum þótt ekki væri stoppað nema í 10 mín. Sölli mælir ,, Pabbi við búum á norðurslóðum og samt eru engar verslanir hér með yfirbyggð bílastæði". Ég já það er ekkert réttlæti til í þessum heimi. Pældu í því í Reykjavík er ekki þverfótað fyrir yfirbyggðum bílastæðum við stórverslanir samt snjóar aldrei í borginni". Sölli mæir ,, Pabbi það er ekkert réttlæti til í þessum heimi". Við látum okkur bara hafa þetta með bros á vör...... eða svona næstum því. Við búum jú á Íslandi.
Í dag er Þorláksmessa og henni fylgja ýmsir siðir, tiktúrur og tilheyrandi. Hjá sumum er engin Þorláksmessa án vel kæstrar skötu. Ég get lofað ykkur því sá siður er ekki leyfður á mínu heimili. Hef aldrei lært að meta blessaða skötuna eftir kæsingu. Á mínu heimili er það ekta möndlugrautur að hætti Palla Jó. Hnausþykkur með rúsínum og alles.
Ætla svo sem ekki að blogg mikið að sinni en lík færslunni með smá myndabloggi frá atburðum síðustu daga. Get þó ekki látið hjá líða að minnast aðeins á Íþróttafélagið mitt Þór. Við feðgar tókum upp og gerðum myndband með jólakveðjum Þórsara og er hægt að sjá það á heimasíðu Þórs einnig á facebook.com/thorsport.
Tekið við skírteininu úr höndum kennslustjóra síns
Sædís ásamt eldri systkinum sínum eftir athöfnina
Ásamt Úlfhildi kærustu sinni.
Troðið upp
Sædís (í miðið) ásamt Dagnýju frænku sinni t.v. fengu blómavendi fyrir ötult félagsstarf í skólanum.
Elín Alma afmælisbarn dagsins fær sér af kræsingum sem á borð voru bornar í veislunni.
Sædís fær sér af stúdentatertunni góðu
Elín Alma í góðum höndum.
Hér er svo ein mynd sem ég tók fyrir skömmu af glitskýi. Afar magnað fyrirbrigði og fallegt.
Að lokum er svo mynd sem ég tók fyrr í haust og sendi feisbúkkar vinum mínum sem jólakort. Bara fjári góð mynd þótt ég segi sjálfur frá
Þangað til næst kæru vinir. Gangið hægt um gleðinnar dyr og njótið sannrar jólagleði og hafið kærleika, ást og umburðarlyndi að leiðarljósi.
Gleðileg jól
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.