Leita í fréttum mbl.is

Smá ráð handa J. Gunnari Kristinssyni

Það er ýmist í ökkla eða eyra er gott máltæki sem oft er hægt að nota. Sérstaklega á Íslandi. Síðasta vetur gat fólkið á suðvestur horni landsins notað sítt eigið skíðasvæði í heila fjóra daga þar sem veðurguðirnir sáu sé ekki fært að láta snjóa nægilega mikið. Öðru máli gildir hér norðan heiða. Nægur snjór alla vega af og til en við búum reyndar svo vel að vera miklu ríkari en borgarbúar. Við einfaldlega framleiðum snjó sjálf ef blessaðir veðurguðirnir klikka.  J. Gunnar Kristinsson borgarstjóri rauk upp til handa og fóta í byrjun vetrar og hótaði að loka skíðasvæði borgarbúa. Nú er ærin ástæða fyrir þann mann að standa við stóru orðin og loka strax.

Veðurguðirnir hafa klikkað eina ferðina enn og látið snjóa ótæpilega mikið svo fólk á höfuðborgarsvæðinu getur skíðað í heimahögum daginn inna og daginn út. Þetta nær náttúrulega engri átt. Hér norðan heiða höfum við búið okkur undir það að taka á móti fólki af suðvestur horni landsins með góðum árangri. Hótelin hafa fyllst reglulega af fólki sem kemur norður á skíði, kaupmenn selt þessu fólki föt og annan varning í bílförmum, selt þeim Brynjuís og svo mætti lengi telja. 

Nú er sem sagt nægur snjór á báðum stöðum sem er náttúrulega alger óþarfi, já bara rugl. Ég heimta að J. Gunnar Kristinsson loki strax skíðasvæðinu í bláfjöllum svo fólk fari að streyma norður aftur.  Hvað sem því liður þá hefur verið meiri snjór í byggð hér á Akureyri en til margra ára við mismikla ánægju fólks. Sumir vilja bara hafa snjóinn í fjallinu en ekki í bænum. Börnin gleðjast og eigendur vinnuvéla sem fá vinnu við snjóruðning gleðjast sem aldrei fyrr. Oddur og Geir svitna.

Ég hef ekki stundað vetraríþróttir síðan ég var U-17 ára. Ekki stigið á skíði síðan þá né rennt mér á snjóþotu eða öðru slíku. Hef þó brugðið mér í fjallið til að taka myndir nú síðast af fótboltastelpum. Þær myndir mun verða birtar í árlegu dagatali sem kvennaráð Þór/KA gefur út á hverju ári. Fjallið hefur greinilega saknað mín og fyrst ég kom ekki til fjallsins kom fjallið til mín. Það sem af er vetri höfum við þurft að láta moka bílaplanið nokkrum sinnum með þeim afleiðingum að nú hefur myndast heljarins fjall hér rétt við bæjardyrnar. Barnabörnin mín og börnin í húsunum hér í kring kætast ógurlega. Já það er gaman að vera ungur. 

Aðventan er gengin í garð og þegar þetta er ritað er Palli og Gréta búin að skreyta allt nema jólatréð það bíður til Þorláksmessu. Laufbrauð, smákökur og annað klárt. Búið að skreyta piparkökurnar með góðri hjálp barnabarnanna. Sumum finnast við vera einum og ör við undirbúning jólanna en ég get ekkert fyrir þá skoðun. Nú getum við með auknum krafti notið aðventunnar. 

Í lokin smá myndablogg frá sumu af því sem hér hefur verið sagt. 

Fótboltastelpur í fjallinu

Gaman í Hlíðarfjallinu

Fjallið í Drekagili

Fjallið í Drekagili

On air

Leikið sér í fjallinu í Drekagili

Bojana í laufabrauði

Bojana Besic sem er Serbnesk knattspyrnukona tók þátt í laufabrauðsgerðinni eitthvað sem hún hafði aldrei komist í kynni við áður, naut sín í botn.

MBJ

Margrét Birta einbeitt

EAJ

Elín Alma einbeitt

Skreyta 3

Stoltar systur

Kikja

Á meðan lét Hólmfríður Lilja sér fátt um finnast en kíkti þó aðeins....

Kíkja

Elín Alma í smá leik við systur sínar og kíkt líka smá

Jóhann

Tengdasonurinn tók upp á því að skipta um stíl í hárgreiðslu

Hjarta

Kærustuparið Sædís og Úlfhildur

Desembermorgun

Fallegur desember morgun.

Nóg að sinni og smá fróðleikur í lokin. 

Þann 18. febrúar 1979 snjóaði í Sahara eyðimörkinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Flottar myndir að vanda. Hvað ertu ekki búin að skreyta jólatréið mitt er komið upp skreytt og pakkar komnir undir bíð bara eftir að 24 des renni upp og klukkan slái 18 Kveðjur í bæinn

Hrönn Jóhannesdóttir, 9.12.2010 kl. 10:40

2 identicon

Blessaður Palli

Þetta er alveg frábær grein hjá þér Palli, eins og reyndar oft áður.Og myndirnar fínar eins og venjulega. Margt leiðinlegra hefur sést á prenti í fjölmiðlum undanfarið og spurning hvort þetta kæmi ekki flott út sem aðsend grein í Vikudegi. Gleðileg Jól annars. Bestu kveðjur.

Guðni Hermannsson (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Guðni og takk fyrir hólið. Eigðu gleðileg jól

Páll Jóhannesson, 20.12.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband