Leita í fréttum mbl.is

Sannkallað íþróttablogg

Þar kom að því að ég gaf mér tíma  til að stinga niður putta á lyklaborð. Það hefur gerst allt of oft í sumar að of langur tími líður milli færsla. Það er ekki vegna þess að ekkert sé að gera hjá manni eða í kringum mann, þvert á móti er þetta klárlega vegna anna. Síðast bloggaði ég um afmælisbarn það var þegar Margrét Birta hélt upp 10 ára stórafmæli sitt. Hefði átt að blogga um næsta afmælisbarn dagsins fyrir 5 dögum. En betra er seint en aldrei.

Jóhann tengdasonur er fæddur 15. september og þá hefði ég átt að drullast til að blogga smá. Jói Jóns er hið mesta gæðablóð og hinn mætasti drengur. Ætla svo sem ekkert að vera mæra hann í hástert nú en sendi honum hér með síðbúna afmæliskveðju og þakka raunsnarlegar veitingar sem á borð voru bornar á afmælisdeginum hans. Langar að sýna ykkur sérútbúna afmælistertu sem Dagga töfraði fram við þetta tækifæri. Þar sem ila gengur við að koma inn myndum þá er myndina hægt að sjá í myndaalbúmi hér á síðunni myndaalbúmið heitir Fjölskyldan.

Eftir að skólarnir hófust snýst lífið hjá mér og frúnni talsvert mikið um barnabörnin. Hingað koma þau þegar skóla lýkur flesta virka daga. Annasamt en samt gaman.  Þess á milli sinnir maður ritstjórnarvinnu á heimasíðu Þórs. Og víst er að þar hefur mikið gengið á síðustu daga. Fótboltavertíðinni að ljúka og vetrarstarfið að komast í gang. 

um helgina luku strákarnir okkar keppni í 1. deildinni með stæl. Fyrir síðustu umferðina áttu þeir möguleika á því að vinna sér inn keppnisrétt í efstu deild að ári. Til þess þurftu þeir að vinna Fjarðarbyggð í lokaleiknum og treysta á að Leiknir tapaði gegn Fjölni. Skemmst er frá því að segja að allt gekk upp. Þór vann stórsigur á Fjarðarbyggð 9-1 á Þórsvellinum fyrir framan 900 áhorfendur. Gríðarleg stemming var á leiknum. Mesta spennan var þó eftir að leiknum lauk þegar beðið var eftir úrslitum úr leik Leiknis gegn Fjölni. Óhætt er að segja að það hafi mátt heyra saumnál detta á Þórsvellinum í þær nærri 3 mínútur sem beðið var eftir að leiknum lyki fyrir sunnan. 900 áhorfendur biðu með öndina í hálsinum. Þegar úrslitin voru tilkynnt ætlaði allt um koll að keyra. Þetta var ólýsanlegt. Fyrir þá sem vilja vita allt um þennan leik þá bendi ég á ítarlega upphitun á heimasíðu Þórs viðtöl og fleira sjá hér og umfjöllun hér og nærri 700 myndir í myndaalbúmi sjá hér

Á sunnudeginum héldu svo stelpurnar okkar í Þór/KA suður yfir heiðar og sóttu þær vesturbæjarliðið KR heim í Frostaskjólið. KR hefur í raun ekki að neinu að keppa um þessar mundir öðru en heiðrinum. Þór/KA á hins vegar í mikilli baráttu við Breiðablik um 2. sætið í deildinni sem gefur keppnisrétt í Evrópukeppni meistaraliða. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar komu heim með öll stigin 3 eftir að hafa unnið KR sannfærandi 0-6. Meira á heimasíðu Þórs í upphitun með viðtölum og umfjöllun. Baráttan um Evrópusætið ræðst í lokaumferðinni. Þá sækja stelpurnar okkar lið Aftureldingar heim í Mosfellsbæinn og Breiðablik og Valur etja kappi. Blikar hafa eins stigs forystu á Þór/KA svo óhætt er að segja að spennan sé í algleymingi. 

Skrapp svo á völlinn í kvöld þ.e. Akureyrarvöll og horfði á strákana okkar í 2. flokki sækja KA heima í lokaumferðinni á Íslandsmótinu. Gaman að geta sagt frá því að  Þór hafði öruggan 1-4 sigur. Meira á heimasiðu Þórs

Eitthvað gengur brösuglega að koma inn myndum á þetta blessaða blogg. Hef lúmskan grun um að Dabbi og félagar séu farnir að ritskoða full mikið. 

Læt þetta duga að sinni. 

Slagorð dagsins í dag: Áfram Þór alltaf, allstaðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf í boltanum! Kvitta hér með fyrir innlitið og lesturinn. Kv. Gunnar Th., sem þrátt fyrir viðleitni komst ekki til Akureyrar í sumar nema í mýflugumynd. Komst til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og í Þelamerkurlaug en ekki til Akureyrar! Alltaf að flýta sér...........

Gunnar Th (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband