Leita í fréttum mbl.is

Afmælisbarn dagsins

Það var þennan dag fyrir nákvæmlega 30 árum sem afmælisbarn dagsins leit fyrst dagsins ljós. Barnið var frumburður foreldra sinna og vó við færðingu 3250 grömm og heilir 50 cm löng fæðingastaðurinn FSA kl. 18:53.

Í dag er afmælisbarnið gift fjögurra barna móðir og er í eðli sínu manneskja sem tekur áskorunum vinstri hægri, á sér háleita draum og vinnur að því að láta þá alla rætast...... einn og einn í einu. Fæddist óþolnmóð og því vill stundum bregða við að hún vilji láta draumanan rætast í gær. Það er í góð lagi meðan maður á sér draum og vinnur að því að láta þá rætast. 

Útskrifuð sem sjúkraliði fyrir nokkrum árum og er enn að súpa í sig fróðleik við Háskólann á Akureyri. Hvaðan hún fær þessa þrá í að læra skal ósagt látið en alla vega ekki arfur frá föður. Ekki svo að skilja að faðirinn læri aldrei neitt, bara ekki í skóla. 

Hefur fært foreldrum sínum slatta af hamingju en á síðari árum í meiri mæli en margan grunar.... Barnabörn. Hvernig ætli svo afmælisbarnið hafi litið út skömmu eftir fæðingu?

Nýfædd

Já svona... og svo leið tíminn og .....

13.feb1982

Brosmild. Svo liðu árin.... börnin komu í heiminn eitt og eitt og eins og áður segir eru þau fjögur í dag.

Jóla hæ

Svona leit familían út skömmu fyrir síðustu jól.... já svona aðeins að koma sér í jólastemmingu

Hjá mömmu

Sennilega ein af nýjustu myndunum af henni ásamt yngsta barninu

Sæt saman

Og svo hér ásamt karlinum. 

Hvað um það - Afmælisbarn dagsins er frumburður minn Dagbjört Elín. Þegar ég huxa um að hún skuli vera orðin 30 ára og ég sem er ný skriðin yfir þau mörk. Já það er undarlegt hvað tíminn líður mishratt milli kynslóða. Framan af afmælisdeginum verður eitthvað lítið sem maður fær að sjá af henni en þó eitthvað. Um kvöldið ætlar svo stórfjölskyldan að eiga góða stund öll saman. 

Dagga - til hamingju með daginn elsku dúlla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tikkar hratt nú orðið, Páll!  Stúfurinn minn varð 27 ára í sumar, og mér er enn í fersku minni þegar við vorum að róa litlu vínyltuðrunni á pollinum á Ísafirði fyrir "örfáum árum". Hann var þá fjögurra ára og staðráðinn í að verða ekki sjómaður! Í dag er hann viðskiptafræðingur og tónlistarmaður, eftir aðeins örfáa daga kemur hann heim frá ársdvöl í London með uppáskrift sem hljóð- og upptökustjóri.

Miðbarnið varð tvítug þann áttunda ágúst sl. og "litla barnið" verður fimmtán  í lok október.

Kosturinn við aldurinn er hins vegar sá að konurnar okkar verða fallegri og fallegri með hverju árinu.............

Gunnar Th (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband