Leita í fréttum mbl.is

Að brjóta blað

Þegar sumarið hefur hafið innreið sína með pompi og prakt. Fótboltinn farinn að rúlla, grasið orðið grænt... alla vega á Þórsvellinum þótt aðrir vellir hér í bæ bíða síns tíma. Maður er alin upp við það að Akureyrarvöllur opnaði ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum maí/júní. Og þegar vorið var seint á ferð gat það hent að völlurinn opnaði ekki fyrr en nokkrum dögum eftir umrædd mánaðarmót. Þá gjarnan voru fyrstu leikirnir leiknir á malarvöllum með tilheyrandi drullu og sullumbulli. Svo kom Boginn og þá voru fyrstu leikirnir færðir inn og leikið á gervigrasi.

Um helgina var brotið blað í íþróttasögunni á Akureyri þegar við Þórsarar lékum okkar fyrsta leik sumarsins 9. maí á iðagrænum Þórsvellinum. Völlurinn sem er einn fallegasti völlur landsins hefur því miður verið í fréttum að undanförnu þar sem menn hafa hamast við að gera úlfalda úr mýflugu og tekist vel upp. Hvað um það. Völlurinn er upphitaður og í gær 9. maí var hann opnaður eins og getið er hér að ofan. Völlurinn er gríðarlega fallegur og trúlega meira en mánuði á undan öðrum völlum. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er völlurinn gríðarlega fallegur. 

Flottur völlur

Langar að demba einni mynd sem ég tók fyrir skömmu þegar Jón Páll fór með afa sínum í Hamar (félagsheimili Þórs) þá var þessi mynd smellt af honum. Uppstillingin vel við hæfi og hæfir nafninu vel. Spurning hvort hann eigi eftir að feta í spor nafna sína, er ekki gott að segja um í dag. 

Sterkur

Hef verið upptekin undanfarna daga við að fara í fyrirtækja heimsóknir með frambjóðendum sem hirðljósmyndari. Þar kom að því að Palli fengi að njóta sín sem ljósmyndari. Ekki einvörðungu nýt ég mín að taka mikið af ljósmyndum, heldur er afar fræðandi að heimsækja öll þessi fyrirtæki. Af þeim fyrirtækjum sem ég hef heimsótt með þessu fólki vakti Aflþynnuverksmiðja mesta athygli hjá mér. Gríðarlega flott verksmiðja. Við Akureyringar köllum þetta best geymda leyndarmálið í bænum.

Aflþynnuverksmiðja 

Og svo ein mynd sem tekin var í dag í Norðlenska - þar sem var verið að pakka skinku

Pökkun

Meðal fyrirtækja og stofnana sem farið hefur verið í eru; SS Byggir/Tak, Kjarnafæði, Norðlenska, SBA, Menningarhúsið Hof. Afar gaman. Það er aldrei að vita nema ég eigi eftir að setja fleiri myndir inn á næstu dögum úr þessum heimsóknum. 

Þangað til næst

Fróðleikur dagsins: Þegar rússneski leiðtoginn Lenin dó úr heilasjúkdómi 21. janúar 1924 var stærð heila hans einungis fjórðungur af því sem hún var upprunalega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband