26.4.2010 | 22:58
Með hækkandi sól
Það er óhætt að segja að með hækkandi sól léttist lundin og maður fer að láta hugann reika um komandi tíma með blóm í haga. Það styttist í garðverkin og mann fer að klæja í fingurna ýmist að spenningi yfir því að geta hafið störf í garðinum eða af verkkvíða. Þeir sem til þekkja vita að undirritaður er haldin illlæknandi eða ólæknandi ljósmyndadellu. Það verður oftar en ekki tilefni til göngu- og eða bíltúra um bæinn eða manns nánasta umhverfi. Maður leitar eftir áhugaverðu myndefni til að festa á kubb og vonar að maður nái MYNDINNI.
En hvort og hvenær myndin kemur gildir einu. Meðan maður hefur gaman af því sem maður gerir og reynir að bæta sig og gera betur er tilganginum náð. Það kemur fyrir að maður fer út að mynda með fyrirfram ákveðin verkefni en kemur svo heim mað allt annað. Um helgina fór ég niður í Sandgerðisbót og hugðist mynda lífið við og í smábátahöfninni. Afraksturinn var þessi, ekki alveg það sem til stóð að mynda. En meðferðarmaður minn í þessari ferð barnabarni Jón Páll hafði meiri áhuga á þessum hlutum sem urðu á vegi okkar í Bótinni
Afi flottur bíll.... Þótt litla manninum hafi þótt mikið til koma er óvíst að þessi kaggi fari aftur af stað. En maður skildi aldrei segja aldrei...
Vááá - afi .... Og þessi hver veit? hann er á dekkjum og alles vantar bara mótorinn og eitthvað smotterí annað, annars næstum klár.
Gamall Ski-doo sem löngu hefur lokið sínu hlutverki. Rifjar upp þá tíma þegar maður var unglingur og var að sjá fyrstu snjósleðana. Á heimleiðinni renndum við framhjá Glerárskóla og þar mátti sjá unda ofurhuga leika listir sínar á reiðhjólum...
Á hverjum degi fer ég á sama staðinn rétt ofan við Glerárskóla og mynda Þórsvöllinn til þess að sjá þróunina á vellinum, hvernig hann tekur sig eftir að hita var hleypt á kerfið. Í dag lítur völlurinn svona út
Og þessi
Sem sagt, þessi ljósmyndatúr sem átti að sýna mannlífið í smábátahöfninni endaði á allt annan veg. Það er hins vegar bara allt í lagi. Næst verður það mannlífið í bótinni, vonandi.
Þangað til næst
Fróðleikur dagsins: Á árunum 1931 til 1969 hlaut Walt Disney 35 Óskarsverðlaun.
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir þó svo að ekki væru þær úr smábátahöfninni endilega vertu áfram með þessa ólæknandi ljósmyndadellu hún er sko flott
Hrönn Jóhannesdóttir, 27.4.2010 kl. 10:02
Það fyrsta sem kom í hug minn er ég sá mynd nr. 1, var Hrafn Gunnlaugsson og garðurinn hans ( eða borgarinnar ) en svo fletti ég áfram. Flottar myndir og veðrið þessa dagana vel til þess fallið að líta í kring um sig og smella af nokkrum myndum. Það er nauðsynlegt Palli minn að eiga sér áhugamál, hvort sem það er nefnt della eða eitthvað annað.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.4.2010 kl. 16:11
Ég er lengi búinn að ætla mér að leggja orð í belg en ekki orðið af fyrr en nú. Mér sýnist apparatið á mynd nr. 2 vera Volkswagenbjalla mínus mótor og yfirbygging, en farartækið á efstu myndinni er torkennilegra. Ég hallast helst að því að það sé líka fólksvagn, annaðhvort Golf eða Póló. Greinilega hefur vatnskassinn eitthvað staðið í smiðunum, það er ekki að sjá að þeim (eða honum) hafi tekist að koma kassanum fyrir og slöngurnar góna á mann einar sér fram úr vélinni.
SkiDoo sleðinn var nú aldeilis talinn bylting á sínum tíma! Sextíu hestafla tæki sem hægt var að setja hjól undir ð framan í stað skíðis. Ekki veit ég alveg til hvers það átti að vera, en má vera að kanadísku hugvitsmennirnir sem hönnuðu græjuna hafi ætlað henni að virka í graslendi - jafnvel á golfvöllum. Póstur og sími á Ísafirði fékk svona sleða líklega árið 1977 og hann þótti þjóna vel en þó höfðu menn á orði að ef þeim varð á að festa hann í snjó (sem vel gat skeð) dugði varla annað en jarðýta til að losa, svo þungur var sleðinn.
Nú er veðrið að skána hér syðra, sólin skín í hægri golu og hitinn er um tíu gráður. Það líður á daginn og ég er að fara að smíða plötu í Stakkanesið, sem heldur undir stefnisrörið að framanverðu - þ.e. inni í bát. Þessi búnaður, sem var sá eini sem ekki var snert á í endurbyggingunni er bókstaflega allur í rusli. Að öðru leyti er skipið að verða klárt til sjósetningar. Ferðabíllinn bíður nýrrar vélar úti í innkeyrslu, en í stað þess að sinna þessum vorverkum af alvöru er ég (og konan) í endalausum þvælingi út um allar trissur. Fljótshlíðin/gosskoðun á laugardaginn, gönguferð um Flekkuvík á Keilisnesi á sunnudag (í gær) og nú á föstudaginn erum við á leið upp í Flatey þar sem við höfum leigt hús um helgina. Ég hef áhyggjur af því að ég verði búinn að eyða sumrinu í þvæling fyrr en varir og ferðatækin liggi hálfkláruð eftir........
Gunnar Th (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.