15.3.2010 | 23:38
Heiðurskona
Ég hreinlega má til með að stinga niður puttum á lyklaborð í dag. Ekki svo að skilja að það sé í einhverri neyð eða kvöð. Með glöðu geði ætla ég að fara örfáum orðum um konu dagsins Ólöfu Helgu Pálmadóttir mágkonu mína. Þennan dag fyrir margt löngu, þó ekki svo mjög leit þessi heiðurskona dagsins ljós fyrsta sinni og það ku hafa gerst á Sauðárkróki.
Fyrstu ár ævi sinnar bjó hún Lýtingsstaðarhreppi en þaðan lá leiðin til Akureyrar. Ólöf Helga flutti svo fljótt til Reykjavíkur eftir að hún hafði lokið skólagöngu á Akureyri þ.e. eftir gagnfræðaskólann. Nam svo þau fræði sem í ,,gamla" daga voru kölluð ,,Fóstra" en í dag heitir það víst Leikskólakennari. Ólöf Helga er mikill jafnréttis sinni og annt um starf sitt og velferð skjólstæðinga sinna og í dag hvarflar það ekki að mér að kalla hana fóstru, ekki einu sinni í gamni.
Helga starfar við fag sitt og hefur verið Leikskólastjóri í mörg herrans ár við góðan orðstír. Hún ásamt manni sínum mikil golfáhugamanneskja. Og það er nákvæmlega það sem þau hjónin ætla ásamt vinum að nota næstu daga í. Fljúga á vit ævintýranna á morgun og svo verður golfað frá morgni til kvölds. Flott hjá þeim.
Helgu er gott heim að sækja hvernig sem á það er litið. Þegar mann ber að garði er manni tekið með þvílíkum látum rétt eins og maður sé einhver kóngur. Kóngur er maður ekki en manni líður þannig þegar maður ber húsa hjá þeim hjónum. Og ekki er gestrisnin minni þegar maður sækir þau heim í sumarbústaðinn sem er kenndur við Hlíðarenda. Sælureitur.
Helgu er margt til lista lagt. Hún er feiknalega góður hagyrðingur og er snögg að berja saman stökur og alls kyns kvæði og ljóð. Já góður penni. Um Helgu væri hægt að skrifa langa, langa lofræðu, en það bíður betri tíma.
Hér er svo mynd af afmælisbarni dagsins sem tekin var fyrir tæpum þremur árum á 50 ára afmæli systur hennar.
Þessi mynd er tekin við sumarhúsið þeirra - Hlíðarendi
Helga, til hamingju með daginn og vonandi verður golfferðin hjá ykkur hjónum ógleymanleg.
Málsháttur dagsins: Ekki er til setunnar boðið þá herlúðurinn gellur
33 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.